Öruggar og heilnæmar vatnsveitur
Verkís hefur um að ráða þverfaglegri þekkingu starfsfólks sem lætur sig varða sjálfbæra nýtingu á vatnsbólum landsins, hvort heldur jarðfræðilegri leit að neysluvatni og virkjun vatnsbóla, skipulagi vatnsverndarsvæða, áhættugreiningar eða meðhöndlun á yfirborðsvatni þannig að það verði neysluhæft og uppfylli gæðakröfur.
Vatnsveituhönnun framtíðarinnar
Þjónusta Verkís við vatnsveitur landsins snýr einnig að hönnun á vatnsveitumannvirkjum eins og dælustöðvum og vatnstönkum ásamt aðveitu- og dreifikerfum veitustofnanna landsmanna. Við bjóðum upp á heildarlausnir við skipulag og áætlanagerð, öllum stigum hönnunar eða við framkvæmdaeftirlit, bæði við uppbyggingu nýrra vatnsveitna sem og endurnýjun eða uppfærslum á eldri kerfum. Verkís hannar öll lagnakerfi í þrívíðum líkönum sem hægt er að árekstrargreina strax á hönnunarstigi og þannig tryggja öruggar og hagkvæmar lausnir.
Greiningar og líkanagerð
Verkís býður viðskiptavinum sínum einnig mælingar á þrýstingi og afköstum í brunahönum. Notast er við síritandi rennslis- og þrýstingsmæla sem geta mælt yfir skemmra eða lengra tímabil. Þá hefur fyrirtækið yfir að ráða sérhæfðum hugbúnaði til að greina og hanna flókin veitu- og pípukerfi.
Hjá Verkís göngum við til verka með þá hugsjón að neysluvatn er matvæli og ein af grunnstoðum lýðheilsu og hagsældar í íslensku samfélagi.