Vatnsveitur

VATNSVEITUR

 • Vestmannaeyjastrengur

Verkís býður upp á þjónustu hönnunar vatnsveitna þar sem starfsmenn hafa mikla þekkingu og reynslu á því sviði.

Starfsmenn fyrirtækisins hafa reynslu af jarðfræðilegri leit að neysluvatni, virkjun vatnsbóla og hönnun vatnsveitna. Vatninu þarf að koma hreinu til neytenda og því þarf að vanda vel til verka við gerð vatnsveitna. Víða á Íslandi fæst mikið og gott neysluvatn þar sem hreint grunnvatn kemur undan hraunum eða malarhjöllum. Annars staðar er grunnvatn ekki eins aðgengilegt og vatni þarf að safna saman úr mörgum vatnsbólum eða taka yfirborðsvatn úr nærliggjandi vatni eða dragá. Fyrirtækið hefur góða reynslu í að meðhöndla þannig yfirborðsvatn þannig að það verði neysluhæft og uppfylli gæðakröfur. Þar er um að ræða fellingu sets í lóni, síun á vatni og síðan geislun með UV ljósi.

Hjá Verkís eru notuð öflug tölvuforrit til að greina og hanna flókin veitukerfi og afkastamikil pípukerfi, bæði fyrir stöðugt og hvikult streymi.

Ýmis  verkefni  af  svipuðum toga en minni í sniðum eru lagnakerfi í byggingum, t.d. vatnsúðakerfi. Verkís býður viðskiptavinum sínum einnig mælingar á þrýstingi og afköstum í brunahönum. Notast er við síritandi rennslis- og þrýstingsmæla sem geta mælt yfir skemmra eða lengra tímabil.

Sigurður Grétar Sigmarsson

 • Sigurður Grétar Sigmarsson
 • Vatnsauðlindaverkfræðingur / Viðskiptastjóri
 • Svið: Samgöngur og umhverfi
 • sgrs@verkis.is

Vala_jonsdottir_h3-

 • Vala Jónsdóttir
 • Umhverfisverkfræðingur
 • Svið: Samgöngur og umhverfi
 • vj@verkis.is

Þjónusta

 • Verkefnastjórn og hagkvæmnisathuganir
 • Kostnaðar- og rekstraráætlanir
 • Hönnun á öllum þáttum veitna
 • Gerð útboðsgagna, gangsetningar og prófanir
 • Framkvæmdaeftirlit og umsjón með borunum