Fréttir

Fyrirsagnalisti

Snjallmælar á Selfossi

26/5/2020 : Snjallvæða mæla fyrir hitaveitu á Selfossi

Rúmlega fjögur þúsund snjallmælar fyrir hitaveitu verða settir upp í íbúðarhúsum á Selfossi, Eyrarbakka og Stokkseyri á næstunni. Samið var við fyrirtækið Set hf. um afhendingu mælanna fyrir Selfossveitur og sá Verkís um hönnun og útboð á mælakerfinu.

nánar...
Fiskiskip

18/5/2020 : Greiða leiðina að orkuskiptum í höfnum

Á föstudaginn úthlutaði umhverfis- og auðlindaráðherra tíu styrkjum til rafvæðingar hafna víðs vegar um landið, samtals 210 milljónum. Verkefnið er hluti af fjárfestingaátaki ríkisstjórnarinnar vegna Covid-19 heimsfaraldursins. 

nánar...
Ísafjarðardjúp mat á umhverfisáhrifum

15/5/2020 : Mat á umhverfisáhrifum sjókvíaeldis Arnarlax í Ísafjarðardjúpi

Frummatsskýrsla um fyrirhugað sjókvíaeldi Arnarlax í Ísafjarðardjúpi og áhrif þess hefur verið auglýst af Skipulagsstofnun til kynningar. Verkís hefur unnið að mati á umhverfisáhrifum sjókvíaeldisins.

nánar...
Helguvík kísilverksmiðja

13/5/2020 : Umhverfisáhrif endurbóta í Helguvík metin

Frummatsskýrsla vegna endurbóta á kísilverksmiðju Stakksbergs í Helguvík hefur verið auglýst af Skipulagsstofnun til kynningar. Verkís hefur unnið að mati á umhverfisáhrifum vegna endurbótanna.

nánar...
Útsýnispallur við Gatklett Burðarþolshönnun

11/5/2020 : Gerðu sérstakar ráðstafanir til að festa útsýnispall við Gatklett

Á síðasta ári hannaði Landslag útsýnispall við Gatklett á Arnarstapa á Snæfellsnesi. 

Vinsæl gönguleið liggur milli Hellna og Arnarstapa, meðfram ströndinni, og þar er meðal annars gengið framhjá Gatkletti. Verkís sá um burðarþolshönnun vegna útsýnispallsins.

nánar...
Framkvæmdi við Hús íslenskunnar 5. maí 2020

7/5/2020 : Framkvæmdir ganga vel við Hús íslenskunnar

Þrátt fyrir afleitt vetrarveður og heimsfaraldur hafa framkvæmdir við Hús íslenskunnar gengið vel það sem af er ári. Nú er svo komið að fyrsta hæðin er svo til fullsteypt og unnið er að því að járnabinda gólfplötu annarrar hæðar. 

nánar...
Gamla brúin yfir Köldukvísl byggð 1971

6/5/2020 : Stokkur á Köldukvísl leysir einbreiða stálbitabrú af hólmi

Verkís vinnur þessa dagana að verkhönnun nýs stokks yfir Köldukvísl á Norðausturvegi (85) ásamt gerð útboðsgagna fyrir Vegagerðina. Verkinu á að ljúka í maí. 

nánar...
Tengivirki Varmahlíð

30/4/2020 : Þrjú spennandi eftirlitsverkefni

Þessa dagana sinna sérfræðingar okkar á Byggingarsviði og Orkusviði að eftirlitsverkefnum víðs vegar um landið. Þar má nefna eftirlit með uppsetningu og prófunum á rofa-, stjórn- og varnarbúnaði í tengivirkjum í Skagafirði, eftirlit með lagningu háspennustrengja í jörðu í austurhluta Reykjavíkurborgar og eftirlit vegna byggingar tengivirkis á Hnappavöllum í Öræfum.

nánar...
Endurnýjun lagna á Seljavegi

29/4/2020 : Unnið að endurnýjun lagna undir Seljavegi

Undanfarnar vikur hefur verið unnið að endurnýjun lagna sem liggja undir Seljavegi í Reykjavík. Verkís fer með umsjón verksins fyrir Veitur. 

nánar...
Aðaltorg Hótel í Reykjanesbæ Marriott keðja

24/4/2020 : Margar nýjar lausnir við hönnun Aðaltorgs

Hótelið Aðaltorg, sem er hluti af Courtyard-keðju Marriott, reis á einu og hálfu ári og nú standa 150 herbergi tilbúin til að taka á móti gestum. Verkís sá um alla verkfræðihönnun byggingarinnar og ráðgjöf. 

nánar...
Brú yfir Jökulsá á Sólheimasandi

22/4/2020 : Verkís hannar nýja brú yfir Jökulsá á Sólheimasandi

Verkís skrifaði nýverið undir samning við Vegagerðina um fullnaðarhönnun á nýrri brú yfir Jökulsá á Sólheimsandi. Hönnunin kemur til með að tvöfalda veginn yfir ána og er liður í því að útrýma einbreiðum brúm á þjóðvegum landsins.

nánar...
arnór gæs merkingar

16/4/2020 : Gæsirnar hans Arnórs farnar að skila sér til landsins

Dýravistfræðingurinn Arnór Þórir Sigfússon byrjar dag hvern á því að huga að fuglunum sínum. Hann er þó hvorki bóndi né með páfagauka í stofunni heima, heldur einlægur áhugamaður um atferli gæsa og starfar hjá Verkís. Síðustu fjögur ár hefur hann merkt gæsir og fest á þær senda sem skila reglulega merkjum. Þannig getur Arnór, sem og allir aðrir, fylgst með ferðum þeirra í gegnum netið. Nú er sumarið framundan og gæsirnar farnar á tínast til landsins. 

nánar...
Hayley Douglas Landvörður flöskuskeyti

8/4/2020 : Flothylkið náði landi á Tiree í Skotlandi eftir 207 daga

Flothylki sem Guðmundur I. Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, varpaði í sjóinn úr varðskipinu Þór á síðasta ári er komið á land á eyjunni Tiree á Skotlandi. Hylkið var 207 daga á leiðinni og ferðaðist 6700 km.

nánar...
Mjólkárvirkjun smávirkjun

7/4/2020 : Margir álitlegir virkjanakostir á Vestfjörðum

Átján smávirkjanakostir á Vestfjörðum teljast hagkvæmir og fimmtán mögulega hagkvæmir samkvæmt niðurstöðum heildstæðrar frumúttektar á smávirkjanakostum sem Verkís vann fyrir Vestfjarðastofu. Þetta kemur fram í nýútgefinni skýrslu um verkefnið.

nánar...
Egill Skúli

1/4/2020 : Viðtal: Sjómaðurinn sem varð rafmagnsverkfræðingur og borgarstjóri

Egill Skúli Ingibergsson er fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum. Í æsku gerði hann ráð fyrir að sjómennskan yrði hans ævistarf, líkt og annarra karlmanna í bænum. 

Það hvarflaði ekki að honum að hann myndi feta menntaveginn alla leið til Danmerkur, útskrifast sem rafmagnsverkfræðingur og seinna gegna starfi borgarstjóra um tíma.

nánar...
Ofanleiti 2 drónamynd

1/4/2020 : Breyttur opnunartími móttöku

Frá og með 1. apríl til 31. maí verður móttaka Verkís í Ofanleiti 2 opin frá kl. 10 - 15. 

Síða 1 af 43