Þjónusta

Kæling og loftræsing

Verkís veitir verkfræðiþjónustu á sviði iðnaðarloftræsingar og -kælingar, bæði fyrir rými og búnað.

Sérfræðingar okkar bjóða meðal annars upp á þjónustu og sérfræðiþekkingu þegar kemur að náttúrulegum eða vélrænum loftræsingum fyrir heilbrigt vinnuumhverfi.

Við trúum á góð samskipti

Einnig má nefna afsogskerfi til að mæta útstreymi lofttegunda og ryki í iðnaðarferlum og kælikerfi fyrir bæði vélar og rými. Auk þess veitir fyrirtækið ráðgjöf um kerfi til mælingar og vöktunar á losun frá stórum og smáum iðnfyrirtækjum.

Fyrirtækið býður jafnframt þjónustu sérfræðinga við val á búnaði til lofthreinsunar og lyktareyðingar í samræmi við kröfur í starfsleyfi viðkomandi fyrirtækis. Hönnun á almennum og sérhæfðum loftræsi- og loftkælikerfum er einnig hluti af þjónustu orku- og iðnaðarsviðs.

Meðal verkefna sem Verkís hefur komið að á þessu sviði eru Stapaskóli, Gagnaver Etix á Blönduósi, álverið í Straumsvík, Norðurál Grundartanga og kísilverksmiðjan í Helguvík.

Við leggjum metnað okkar í að finna bestu og hagkvæmustu lausnina hverju sinni og leggjum mikið upp úr því að samskipti og samvinna á verkstað séu skýr. Þannig tryggjum við velgengni hvers verkefnis.

Þjónusta

  • Iðnaðarloftræsing, innivist og ryk afsog
  • Þarfagreining, umhverfi og bætt heilsa
  • Hönnun, útboðsgögn og mæling losunar
  • Ráðgjöf varðandi búnað og hreinsun útstreymis
  • Eftirlit með uppsetningu og lyktareyðing

Verkefni

Tengiliðir

Hannibal Ólafsson
Byggingarverkfræðingur / Viðskiptastjóri
Svið: Orka og iðnaður
ho@verkis.is

Kristján G. Sveinsson
Byggingarverkfræðingur
Svið: Orka og iðnaður
kgs@verkis.is