22/10/2019

Leikskólinn Álfaborg vígður

Leikskólinn er staðsettur í Reykholti í Biskupstungum við hlið íþróttamiðstöðvar, sundlaugar og grunnskólans á svæðinu. Börnin mættu kát og spennt í leikskólann í gær, mánudag.

Þar sem mörg börn koma saman í leik og starfi ásamt starfsfólki er hljóðvist sérstaklega mikilvæg. Við hönnun skólans var því sérstaklega tekið tillit til hljóðvistar og er sérhönnuð innanhúsklæðning á veggjum og hljóðdúkur í lofti sem tryggir bæði góða hljóðvist og uppfyllir skilyrði brunahönnunar. Verkkaupi, starfsfólk leikskólans og gestir voru mjög ánægð með útkomu hljóðvistarinnar. Byggingin er upphituð með gólfgeisla og eru öll rými loftræst með vélrænni loftræsingu.

Við hönnun á byggingunni gafst verkkaupa og meðhönnuðum kostur á að sjá mannvirkið í sýndarveruleika. Gaf það góða raun og nýttist vel til að yfirfara útlit og hönnun.

Um arkitektúr sáu VA arkitektar ehf. og helstu aðalverktakar voru BD-Vélar sem sáu um jarðvinnu, Ari Oddsson ehf. sem sá um uppsteypu og utanhússfrágang og HK verktakar ehf. sem sáu um frágang innanhúss og lóðafrágang.

Ljósmyndir/Sæland photo

Frétt Verkís: Leikskólinn Bláskógabyggð

Verkefnið á heimasíðu Verkís

Um þjónustu Verkís á sviði hljóðhönnunar, brunahönnunar og loftræsingar

Frétt dfs.is – fréttavefs Suðurlands: Nýr leikskóli vígður í Reykholti 

Álfaborg leikskóli brunahönnun hljóðvist
73346528_998907327118501_2253518535043055616_o