Eldvarnir og brunaöryggi
Eldvarnir og brunaöryggi
Verkís býður heildarlausnir á sviði brunahönnunar og tryggir að öll kerfin vinni saman eins og til er ætlast.
Fyrirtækið býr yfir sérfræðingum á sviðum burðarvirkja, brunaviðvörunarkerfa, neyðarlýsingakerfa, vatnsúðakerfa, reykræsingar og loftræsingar.
Eftir því sem byggingar og önnur mannvirki verða stærri og flóknari, eykst þörfin á sérfræðiþekkingu til að unnt sé að tryggja brunaöryggi á sem bestan og hagkvæmastan hátt. Einnig eykst þörfin á samvinnu milli hönnuða hinna ýmsu húskerfa sem snerta brunavarnir. Á síðustu árum hefur Verkís annast brunahönnun hérlendis sem og erlendis, þá aðallega í Noregi.
![]() | Guðmundur Ámundason Byggingarverkfræðingur / Hópstjóri | ![]() | Harpa Steinunn Steingrímsdóttir Byggingarverkfræðingur |
Þjónusta
|
Verkefni |