Þjónusta

Eldvarnir og brunaöryggi

Verkís býður heildarlausnir á sviði brunahönnunar og tryggir að öll kerfin vinni saman eins og til er ætlast.

Það er í mörg horn að líta þegar kemur að eldvörnum og brunaöryggi.

Dýrmæt sérfræðiþekking

Eftir því sem mannvirki verða stærri og flóknari, eykst þörfin á sérfræðiþekkingu til að tryggja brunaöryggi á sem bestan hátt.

Verkís veitir margvíslega þjónustu fyrir eldvarnir og brunaöryggi, hvort sem það er hönnun sjálfvirks slökkvibúnaðar, úttektir og hönnun endurbóta á eldri byggingum, kostnaðar- og verkáætlanir, rýmingar- og viðbragðsáætlarnir eða gerð straumfræðilegra líkana af þróun bruna ásamt reyk- og hitamyndun.

Hjá Verkís starfar teymi sérfræðinga á svið brunahönnunar sem hafa mikla reynslu í markmiðshönnun flókinna mannvirkja. Fyrirtækið býr jafnframt yfir sérfræðingum á sviði burðarvirkja, brunaviðvörunarkerfa, neyðarlýsingar, reykræsingar og loftræsingar. Samvinna mismunandi fagsviða getur reynst lykill að góðri lausn.

Markmið með brunatæknilegri hönnun er að uppfylla meginmarkmið byggingarreglugerðar um öryggi fólks og eigna gagnvart bruna. Eftir því sem byggingar og önnur mannvirki verða stærri og flóknari, eykst þörfin á sérfræðiþekkingu til að unnt sé að tryggja brunaöryggi á sem bestan og hagkvæmastan hátt. Á síðustu árum hefur Verkís annast brunahönnun hérlendis sem og erlendis, þá aðallega í Noregi.

Þjónusta

Tengiliðir

Guðmundur Ámundason
Byggingarverkfræðingur
Svið: Byggingar
ga@verkis.is

Harpa Steinunn Steingrímsdóttir
Byggingarverkfræðingur
Svið: Byggingar
hsts@verkis.is