14/03/2022

Önnur eftirfylgniskýrsla um uppbyggingu innviða

Innviðir
Innviðir

Síðastliðin tvö ár hefur Dóra Hjálmarsdóttir rafmagnsverkfræðingur, ráðgjafi hjá Verkís í öryggismálum og neyðarvörnum, aðstoðað átakshóp stjórnvalda um úrbætur á innviðum í framhaldi af fárviðrinu í desember árið 2019, þegar mikið tjón varð vegna rofs á raforku og fjarskiptum.

Hópurinn lagði fram aðgerðaáætlun í lok febrúar 2020 sem var í kjölfarið samþykkt af ríkisstjórninni. Fyrir ári var fyrsta eftirfylgniskýrslan um stöðu verkefna í áætluninni birt á vef stjórnvalda og nýlega skýrsla um stöðu um síðustu áramót.

Eftir óveðrið var ljóst að styrkja þyrfti innviði til að koma í veg fyrir viðlíka tjón og varð í óveðrinu í desember 2019. Af þeim sökum var átakshópnum falið að afla upplýsinga og leggja fram tillögur um hvaða aðgerðir væru færar til að efla alla innviði, sérstaklega flutnings- og dreifikerfi raforku og fjarskiptum, til að tryggja að innviðir væru sem best í stakk búnir til að standast ofsaveður eða aðrar náttúruhamfarir.

Dóra hefur aðstoðað átakshópinn við skipulagningu verkefnisins, utanumhald upplýsinga, gerð og aðgerðalista, sem og eftirfylgni. Sérþekking var sótt til viðkomandi hagsmunaaðila, sem og til sérfræðinga Verkís.

Í lok síðasta árs var vinnu við rúmlega 60% skammtímaaðgerða að fullu lokið og vinna var hafin við þær allar. Þá var vinna hafin við 95% langtímaaðgerða og er hún vel á veg komin við 30% aðgerða. Vinna við ríflega 100 aðgerðir hefur tafist, m.a. vegna heimsfaraldursins. Nánari upplýsingar um verkefnið má finna á vef stjórnvalda.

Stjórnarráðið | Önnur eftirfylgniskýrsla um uppbyggingu innviða (stjornarradid.is)

 

Heimsmarkmið

Innviðir
Innviðir