29/10/2021

Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar

Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar

Verkís tekur þátt í Rannsóknaráðstefnu Vegagerðarinnar sem fram fer í dag, 29. október, á Hilton Reykjavík Nordica.

Á ráðstefnunni er fjallað um 15-20 rannsóknarverkefni sem fengu styrk úr rannsóknarsjóði Vegagerðarinnar. Ráðstefnan býður upp á fjölbreytt umfjöllunarefni þar sem sjóðurinn styrkir verkefni á mjög breiðu fræðasviði og falla undir mannvirki, umferð, umhverfi og samfélag.

Þorgeir Helgason

Þorgeir S. Helgason, mannvirkjajarðfræðingur hjá Verkís mun flytja erindi þar sem hann og Davíð R. Hauksson, hjá VSÓ ráðgjöf og Þorri Björn Gunnarsson, hjá Mannviti, munu fjalla um verkefnið Endurskoðun jarðtæknistaðalsins Eurocode 7 sem hlaut styrk frá Vegagerðinni í árbyrjun 2021.

Tilgangur verkefnisins er að hafa rödd þegar drög að uppfærðum þolhönnunarstaðli á sviði jarðtæknihönnunar – Eurocode 7 (EC7), eru mótuð, einnig að notendur EC7 og aðrir hagsmunaaðilar verði upplýstir um breytingarnar sem verða með nýrri útgáfu sem verða umtalsverðar.

Vefsíða Vegagerðarinnar: Nánar um ráðstefnuna og dagskrá

Heimsmarkmið

Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar