Verkís hannar útilífsmiðstöð í Heiðmörk
Samkvæmt samningnum úthlutar Garðabær skátafélaginu Vífli lóð í Heiðmörk til að byggja útilífsmiðstöð. Stærð lóðarinnar er um 3.000 m². Gert er ráð fyrir að útilífsmiðstöðin verði um 200 m²að gólffleti og þar að auki svefnloft um 100 m².
Húsið skiptist í svefnskála sem er á tveimur hæðum og samkomusal sem er á einni hæð og tengjast byggingarnar með gangi. Undirstöður og botnplata eru steypt en annað er byggt úr timbri. Arkitekt er Sigurður Hallgrímsson hjá Arkþing arkitektum og Verkís sér um brunatæknilega hönnun og hönnun burðarvirkja, lagna og rafkerfa.
Um þjónustu Verkís á sviði brunahönnunar, burðarvirkja, lagna og rafkerfa.
Frétt Garðabæjar um verkefnið. Myndir eru birtar með leyfi Garðabæjar.
Uppfært 28.11.2019
Frétt Verkís: Framkvæmdir ganga vel við Vífilsbúð
