Þjónusta

Rafkerfi

Gott skipulag og orkunotkun rafkerfa er lykilatriði í allri mannvirkjagerð og býr Verkís yfir mikilli þekkingu á þessu sviði.

Verkís býður þjónustu á sviði raflagnahönnunar og greiningar rafkerfa fyrir allar gerðir bygginga.

Óháð og fagleg þjónusta

Gott skipulag rafkerfa skiptir miklu máli í allri mannvirkjagerð. Hvort sem um er að ræða skrifstofubyggingu, iðnaðarhúsnæði eða heimili þurfa raflagnir og rafkerfi að vera sniðin eftir þörfum á hverjum stað.

Sérfræðingar Verkís veita mjög yfirgripsmikla þjónustu á sviði rafkerfa, þar á meðal hönnun á lagnaleiðum, lágspennukerfum, aðaldreifingu og fjarskiptakerfum. Þá sjáum við um hönnun öryggiskerfa og öryggistæknilega hönnun sem og hönnun jarð- og sökkulskauta, auk eldvarna og lýsingarhönnunar.

Verkís leggur metnað í að veita faglega þjónustu með hámarks hagkvæmni viðskiptavinarins að leiðarljósi og heildarlausn á allri raflagnahönnun sem tengir framlagðar lausnir við aðra hönnunarþætti byggingarinnar. Verkís er óháð framleiðendum raflagnabúnaðar og leitar ætíð hagkvæmustu lausnar út frá kröfum verkkaupa. Þannig náum við sem bestum árangri.

Þjónusta

Verkefni

Tengiliðir

Björn Ingi Sverrisson
Rafmagnstæknifræðingur / Hópstjóri
Svið: Byggingar
bis@verkis.is

Eiríkur K. Þorbjörnsson
Rafmagnstæknifræðingur / Öryggi- og áhættustjórnun M.Sc.
Svið: Byggingar
ekt@verkis.is