Þjónusta

Burðarvirki

Hjá Verkís sameinast áratuga reynsla og nýjungar á sviði burðarvirkja.

Verkís hefur skipað sér í fremstu röð íslenskra fyrirtækja á sviði burðarþolshönnunar.

Reynsla, metnaður, lausnir

Sérfræðingar Verkís nýta nýjustu forrit og aðferðir í vinnu sinni, sem gerir það að verkum að Verkís er treyst fyrir mörgum af stærstu og þekktustu mannvirkjum landsins.

Við tökum nýjungum í burðarþolshönnun fagnandi og leggjum mikið upp úr því að sérfræðingar okkar séu ávallt með puttann á púlsinum þegar kemur að nýsköpun og tækniframþróun í faginu. Þannig getum við tryggt að hönnun frá okkur sé nútímaleg og uppfylli allar kröfur.

Hjá Verkís starfa færir sérfræðingar með áratuga reynslu af burðarþolshönnun. Við höfum tileinkað okkur að vera lausnamiðuð og sveigjanleg í okkar starfi, sem miðar allt að því markmiði að finna hagkvæma lausn á hönnun fyrir hvert og eitt verkefni tengt burðarvirki.

Verkís leggur mikið upp úr góðu og traustu sambandi við aðra fagaðila og verkkaupa. Þannig náum við að skara fram úr.

Sérfræðingar Verkís fylgjast grannt með nýjum lausnum í burðarþolshönnun, sem gerir þeim kleift að mæta hvaða áskorun sem er.

Þjónusta

  • Burðarþolshönnun
  • Burðarþolsteikningar
  • Hönnun steinsteypuvirkja
  • Hönnun timburvirkja
  • Hönnun stálvirkja
  • Gler- og jarðskjálftahönnun
  • BIM

Tengiliðir

Grétar Páll Jónsson
Byggingarverkfræðingur / Viðskiptastjóri
Svið: Samgöngur og umhverfi
gpj@verkis.is

Magnús Skúlason
Byggingarverkfræðingur / Viðskiptastjóri
Svið: Byggingar
msk@verkis.is