JARÐTÆKNI

Verkís veitir alhliða þjónustu og ráðgjöf á sviði jarðtækni.

Hjá fyrirtækinu starfa reynslumiklir verk- og tæknifræðingar með sérfræðimenntun á sviði jarðtækni. Jarðtæknileg ráðgjöf og þjónusta snýr að öllum gerðum mannvirkja,  s.s. virkjunum, vegum,  höfnum og flugvöllum. Verkís sinnir bæði rannsóknum og undirbúningsvinnu framkvæmda ásamt hönnun og eftirliti á verktíma og líftíma mannvirkja. Jarðtæknileg hönnun getur m.a. falist í hönnun jarðvegsmannvirkja, grundun húsa og brúa, hönnun íþróttavalla, mati á ysjunarhættu, mati á sighættu ásamt hönnun ferginga og hönnun stoðvirkja í jarðvegi.

Tengiliður: Hlíf Ísaksdóttir

Þjónusta

  • Jarðtæknilegar rannsóknir
  • Jarðtæknileg hönnun
  • Jarðtæknilegar skýrslur
  • Rýni hönnunargagna
  • Eftirlit með framkvæmd