Þjónusta

Verk- og framkvæmdaáætlanir

Verkís leggur mikinn metnað í gerð vandaðra verkáætlana.

Þegar ráðast skal í verk- og framkvæmdaáætlanir er verkefnið sem fyrir hendi er brotið niður í verkþætti samkvæmt ákveðnu kerfi sem kallast WBS sem skilgreint er fyrir hvert verk og verkið skipulagt út frá gefnum markmiðum og forsendum.

Grunnur lagður að góðu verki

Niðurstöður kostnaðaráætlunar eru fluttar yfir í verkáætlun í formi kostnaðar og manntíma og búin til forðahlaðin verkáætlun. Þannig er tryggð samfella milli kostnaðaráætlunar og verkáætlunar í hverju verkefni fyrir sig.

Verkís notar mismunandi hugbúnað við gerð framkvæmdaáætlana. Verkáætlunarhugbúnaðurinn Primavera P6 er fyrsti valkostur í stærri verkefni en í mörgum tilfellum beitum við líka Microsoft Project þegar það á við. Gæði verkáætlunarinnar ræðst hins vegar ekki af tólinu sem beitt er heldur þeirri reynslu sem áætlunargerðarmenn okkar geta flutt með sér eftir áratuga vinnu við mjög fjölbreytt verkefni.

Reynslan býr hjá Verkís og leggjum við metnað í að vanda til verka þegar kemur að hvers kyns áætlunum sem tryggja að hvert verk gangi sem best fyrir sig.

Lykillinn að góðri verk- og framkvæmdaáætlun er að brjóta verk niður í verkþætti og skilgreina þá út frá ákveðnum forsendum.

Þjónusta

  • Verkáætlanir fyrir þróunarvinnu
  • Verkáætlanir fyrir hönnunarvinnu
  • Verkáætlanir fyrir byggingarvinnu
  • Verkáætlanir fyrir vélar og rafbúnað
  • Framvindueftirlit og stöðumat

Verkefni

Tengiliðir

Björn Anton Jóhannsson
Rekstrarverkfræðingur
Svið: Orka og iðnaður
bjaj@verkis.is

Eiríkur Steinn Búason
Byggingarverkfræðingur / Viðskiptastjóri
Svið: Byggingar
esb@verkis.is