CE - Merkingar
ce - merkingar
Verkís býður alhliða ráðgjöf er kemur að CE merkingu kerfa og búnaðar.
CE merking búnaðar snýr að öryggi starfsmanna og tryggir að framleiðandi hafi gert allt sem í hans valdi stendur til að búnaðurinn sé öruggur.
Búnaður sem seldur er eða tekinn í notkun innan evrópska efnahagssvæðisins (EES) skal alla jafna vera CE merktur.
Fyrirtækið tekur að sér að yfirfara búnað viðskiptavina og meta hvað þurfi til svo að búnaðurinn uppfylli gildandi reglugerðir, tilskipanir og staðla. Einnig ráðgjöf og hönnun á nauðsynlegum breytingum og uppfærslum þannig að búnaðurinn uppfylli viðmið um CE samræmi.
![]() |
Tengiliður: |
Þjónusta
|
Verkefni |