Þjónusta

Fjarskiptakerfi orku og iðnaðar

Verkís hefur sinnt verkefnum á sviði fjarskipta og upplýsingakerfa í iðnaði og orkuverum í rúma hálfa öld.

Lykilatriði í nútíma stjórnkerfum virkjana og iðnaðar er að tryggt sé að netkerfi séu ávallt í lagi.

Verðmæt kerfi

Verðmæti sem fara í súginn ef stjórnkerfi á þessum sviðum stöðvast eru það mikil að lögð er mikil áhersla á að uppitími sé í hámarki. Þess vegna eru þessi kerfi oftast byggð þannig að að lágmarki séu tvær fjarskiptaleiðir frá hverju tæki.

Mikilvægt er að vandað sé til hönnunar á þessum kerfum þannig að hægt sé að tengja búnað frá mismunandi framleiðendum inn á sama kerfið. Verkís hefur verið í fararbroddi í notkun nýjustu staðla í samskiptum sem gera mögulegt að tengja saman ólík tæki.

Verkís hefur á að skipa einhverjum af færustu sérfræðingum landsins í fjarskiptakerfum í orku og iðnaði, hvort sem það snýr að ljósleiðarakerfum í háspennulínum, radíóendurvörpum fyrir staranet stjórnkerfa eða þráðlausum samskiptum.

Netkerfi í virkjunum og iðnaði þurfa ávallt að vera í lagi í nútímasamfélagi. Annars geta mikil verðmæti farið í súginn.

Verkefni

Tengiliðir

Bjarni Bjarnason
Rafmagnstæknifræðingur
Svið: Orka og iðnaður
bb@verkis.is

Jón Pálmason
Rafmagnsverkfræðingur / Hópstjóri
Svið: Orka og iðnaður
jp@verkis.is