Þjónusta

Kerfisathuganir

Við höfum yfir að ráða fullkomnum hugbúnaði til kerfisathugana og sérfræðingar okkar hafa áralanga reynslu á því sviði.

Við undirbúning nýrra verkefna á sviði raforkukerfa, ekki síst flutnings- og dreifikerfa, er grundvallaratriði að setja upp tölvulíkan af kerfinu fyrirfram og nota það til greiningar á þeirri áraun sem einstakir hlutar kerfisins, sem og kerfið í heild, þarf að þola.

Við vitum hvað virkar

Hið sama er að segja um greiningu á kerfum sem þegar eru í rekstri, til að mynda ef vandamál eru í rekstri þeirra eða ef til stendur að breyta þeim eða bæta við. Verkís hefur langa reynslu í greiningu og ráðgjöf á hegðum kerfa og notar til þess hugbúnað. Niðurstöður hafa verið notaðar sem forsendur fyrir hönnun búnaðar í stórum jafnt sem smáum verkefnum með góðum árangri.

Fyrirtækið á tvær gerðir hugbúnaðar til greiningar á raforkukerfum, Power Factory frá Digsilent í Þýskalandi og Paladin Design Base frá Power Analytics í Bandaríkjunum. Fyrir hönnun og greiningu jarðskautskerfa á fyrirtækið hugbúnaðinn CDEGS frá SES í Kanada. Við fylgjumst vel með tækninýjungum og þróun á sviði kerfisathugana og tryggjum að við notumst ávallt við besta búnað sem völ er á. Þjónustusamningar við framleiðendur hugbúnaðarins tryggja að við séum alltaf með nýjustu útgáfur og getum fengið aðstoð ef á þarf að halda.

Verkís hefur langa reynslu af greiningu og ráðgjöf á hegðun raforkukerfa og notar til þess hugbúnað sem hentar jafnt stórum sem smáum verkefnum og hvort sem er á háspennu, millispennu eða lágspennu.

Þjónusta

Tengiliðir

Jakob Logi Gunnarsson
Rafmagnstæknifræðingur
Svið: Orka og iðnaður
jlg@verkis.is

Snæbjörn Jónsson
Rafmagnsverkfræðingur / Verkefnastjóri
Svið: Orka og iðnaður
snj@verkis.is