Öryggishönnun

öryggis­hönnun

  • oryggishonnun

Hjá Verkís leggjum við mikla áherslu á að nálgast öryggismálin á heildrænan hátt. Að þarfir og kröfur séu greindar í samræmi við aðstæður, reglulega starfsemi og sérstök verkefni á hverjum stað.

Metnar eru þær fyrirbyggjandi aðgerðir sem gripið skal til og þar sem það á við sé ástunduð stöðug vöktun á stöðu mála með það að markmiði að kerfi og búnaður virki rétt og að þau séu uppfærð í samræmi við nýjustu kröfur og tæknilega þróun.

Framkvæmd er áhættugreining og áhættumat fyrir mikilvæg atriði í hönnun og rekstri í samráði við aðra hönnuði verkefnis. Farið er yfir aðkomu að svæðinu með öryggissjónarmið í huga, þar sem umferð um bygginguna og svæðið í kringum starfsemina eru skilgreind (ferligreining), ásamt öryggi mikilvægra rýma en hugsanlega getur slík skilgreining þegar legið fyrir að einhverju leiti. Einnig er öryggissvæðið í kringum starfsemina skilgreint miðað við fyrirfram ákveðið öryggisstig og svæðinu skipt upp í áhættusvæði og áhættustig.

Eftir að öryggistæknileg hönnun hefur farið fram er tekin ákvörðun um varnar- og öryggiskerfi eða búnaður fyrir bygginguna/starfsemina, umfang þeirra og fyrirkomulag. Á þessu stigi eru þau kerfi og búnaður sem fyrir hendi eru lögð til grundvallar og hefur verið ákveðið t.d. í samræmi við lög, staðla og reglur. Hönnun alls búnaðar og kerfa tekur mið af öryggis- og hagkvæmnisjónarmiðum. Þá þarf að ákveða tengingu öryggiskerfa við önnur vakt- og eftirlitskerfi á svæðinu eins og hússtjórnarkerfi, útkallskerfi o.s.frv. Að lokinni hönnun öryggiskerfa/-lausna í samræmi við ofangreind markmið er farið í innkaup og þau valin eftir verði, hagkvæmni í rekstri og rekstraröryggi.

Dóra HjálmarsdóttirDóra Hjálmarsdóttir
ÖHU fulltrúi og ráðgjafi / Rafmagnsverkfræðingur / Neyðarstjórnun CEM®
Svið: Byggingar
dh@verkis.is
Eiríkur K. Þorbjörnsson
Eiríkur  K. Þorbjörnsson
Rafmagnstæknifræðingur / Öryggi- og áhættustjórnun M.Sc. / Viðskiptastjóri
Svið: Byggingar
ekt@verkis.is

Þjónusta

  • Áhættugreining og áhættumat
  • Umferð (ferligreining) um byggingu/svæði
  • Aðkomumál
  • Skilgreining öryggissvæða
  • Öryggis- og viðbragðskerfi
  • Öryggis- og eftirlitsbúnaður