Kerfisathuganir
  • Starfsmenn Verkís

Kerfisathuganir

Við undirbúning nýrra verkefna á sviði raforkukerfa er grundvallaratriði að setja upp tölvulíkan af kerfinu fyrirfram og nota það til greiningar á þeirri áraun sem einstakir hlutir kerfisins sem og kerfið í heild þarf að þola. 

Hið sama er að segja um greiningu á kerfum sem þegar eru í rekstri, til að mynda ef vandamál eru í rekstri þeirra eða ef til stendur að breyta þeim eða bæta við. Verkís hefur langa reynslu í greiningu og ráðgjöf á hegðum kerfa og notar til þess hugbúnað þar sem niðurstöður hafa verið notaðar sem forsendur fyrir hönnun búnaðar í stórum jafnt sem smáum verkefnum með góðum árangri.

Fyrirtækið á tvær gerðir hugbúnaðar til greiningar á raforkukerfum, Power Factory frá Digsilent í Þýskalandi og Paladin Design Base frá Power Analytics í Bandaríkjunum. Fyrir hönnun og greiningu jarðskautskerfa á fyrirtækið hugbúnaðinn CDEGS frá SES í Kanada. 

 
Tengiliður:
Carine Chatenay 
Viðskiptastjóri orkusviðs / Byggingarverkfræðingur
cc@verkis.is 

Þjónusta

  • Álagsflæði og álag á einstaka kerfishluta
  • Skammhlaupsafl og jarðskautskerfi
  • Útreikningar á flutningsgetu jarðstrengja
  • Yfirtónar og aðrar truflanir
  • Varnarbúnaður og ljósbogaútreikningar
  • Svipulir eiginleikar („dýnamík“)