Smávirkjanir

Smávirkjanir

 • Gönguskarðsárvirkjun smávirkjun þjónustusíða

Síðustu ár hafa margir landeigendur hér á landi velt fyrir sér hvort mögulegt og hagkvæmt sé að virkja ár og læki á jörðum þeirra. Sumir vilja tryggja að þeir hafi rafmagn ef raforkukerfið gefur sig, aðrir vilja lækka rafmagnsreikninginn og þá vilja einhverjir afla sér tekna með því að selja rafmagn inn á kerfið. 

Jafnvel þó að á eða lækur sé til staðar er misjafnt hversu hagkvæmt er að virkja rennslið. Áður en farið er í kostnaðarsama framkvæmd er því skynsamlegt að kanna hagkvæmni. Áætla þarf rennsli árinnar, meta fallhæð, kanna tengimöguleika og meta umhverfisáhrif.

Til þess að byggja smávirkjun þarf að fara í gegnum ákveðið ferli í kerfinu sem getur verið flókið, þekki maður ekki til. Sérfræðingar Verkís hafa langa reynslu af vinnu við smávirkjanir og veita ráðgjöf á öllum stigum ferlisins. 

Smávirkjanaúttekt á Vestfjörðum
Smávirkjanabæklingur Verkís
Leiðbeiningar Orkustofnunar fyrir smávirkjanir


Íslandskort með smávirkjunum (10 MW) sem Verkís hefur komið að.
Smelltu á kortið til að skoða nánar.

 

Stefan_bjarnason_h3-

 • Stefán Bjarnason
 • Byggingarverkfræðingur / Viðskiptastjóri
 • Svið: Orka og iðnaður
 • sb@verkis.is

Unnarh3

 • Unnar Númi Almarsson
 • B.Sc. í umhverfis- og byggingarverkfræði
 • Svið: Orka og iðnaður
 • una@verkis.is

Þjónusta

 • Forathugun sem leiðir til hagkvæmnismats
 • Undirbúningsrannsóknir (mælingar á rennsli, könnun jarðlaga og jarðefna, greining vatnasviða)
 • Leiga, rekstur og uppsetning á mælibúnaði
 • Frumhönnun virkjunar (mannvirki, búnaður og orkugeta)
 • Matsskyldufyrirspurn (v. umhverfisáhrifa)


 • Hönnun og innkaup mannvirkja og búnaðar
 • Tenging við dreifiveitur
 • Tenging við rekstur eiganda
 • Þjónusta á framkvæmdatíma og gangsetning
 • Aðstoð á rekstartíma
 • Ástandsskoðun og endurnýjun