Þjónusta

Fjarskiptaveitur

Góðar fjarskiptaveitur auka lífsgæði og auka atvinnumöguleika á afskekktum svæðum.

Verkís býður upp á fjölþætta þjónustu varðandi undirbúning og hönnun á fjarskiptaveitum fyrir aðila sem vilja byggja upp fjarskiptanet á afmörkuðu landsvæði.

Fjölbreytt reynsla

Sveitarfélög eru í auknum mæli farin að byggja upp fjarskiptaveitur. Þetta er gert að kröfu íbúa þar sem þeir segja að yngri kynslóðirnar vilji ekki koma heim nema netsamband sé þokkalegt. Betra netsamband verður einnig til þess að atvinnumöguleikar verða fjölbreyttari á afskekktum svæðum víða um land. Stærsta kerfið sem Verkís hefur tekið þátt í að hanna er fjarskiptakerfi Línu-Nets, nú Gagnaveitu Reykjavíkur.

Verkís hefur einnig tekið þátt í að byggja upp fjarskiptaveitur á svæðum verksmiðja og virkjana.

Tímarnir breytast hratt og leggja sérfræðingar Verkís kapp sitt á að fylgjast grannt með þróun og tækninýjungum til að bjóða ávallt upp á nýjustu og bestu lausnirnar á markaðinum.

Framtíðin er óskrifað blað. Það eina sem við getum tryggt er að við munum ævinlega hafa metnað fyrir hagkvæmum og nútímalegum lausnum sem uppfylla þarfir samlanda okkar.

Verkefni

  • Höfuðborgarsvæðið – ljósleiðaranet
  • Akranes – ljósleiðari
  • Orkuveita Reykjavíkur – ljósleiðari

Tengiliðir

Bjarni Bjarnason
Rafmagnstæknifræðingur
Svið: Orka og iðnaður
bb@verkis.is

Jón Pálmason
Rafmagnsverkfræðingur / Hópstjóri
Svið: Orka og iðnaður
jp@verkis.is