Þjónusta

Snjóbræðsla

Verkís stendur í farabroddi í hönnun snjóbræðslukerfa á Íslandi.

Nýting jarðvarma til húshitunar er hvergi jafn almenn og á Íslandi.

Sjálfbær orkunýting

Þegar jarðhitavatnið hefur verið nýtt til húshitunar er það oftar en ekki nýtt til snjóbræðslu. Snjóbræðslur auka sjálfbærni samfélagsins með því að fullnýta varmann sem dreift er með hitaveitum landsmanna.

Sérfræðingar Verkís hafa yfirgripsmikla þekkingu og langa reynslu af hönnun snjóbræðslukerfa. Starfsfólk fyrirtækisins hefur hannað mörg af stærri snjóbræðslukerfum landsins, til dæmis fyrir Reykjavíkurborg, Flugstöð Leifs Eiríkssonar og mörg önnur sveitarfélög auk þess að hanna kerfi í plön og gangstíga umhverfis byggingar af öllum stærðum og gerðum. Fyrirtækið hefur einnig annast úttektir og hannað endurbætur á eldri snjóbræðslukerfum til að bæta orkunýtingu og virkni þeirra.

Við kappkostum að finna hagkvæmar lausnir þegar kemur að snjóbræðslu og leggjum mikinn metnað í greiningu verkefna svo verkið gangi eins og í sögu og minnkum þannig hættu á að óvæntar áskoranir komi upp í miðju ferli. Við sjáum einnig um gangsetningu og prófanir verkefna til að tryggja að óskir og þarfir verkkaupa séu uppfylltar, sama hvers eðlis verkefnið er.

Snjóbræðslukerfi eru frábær leið til þess að fullnýta orkuna í hitaveituvatninu til þess að auka lífsgæðin í samfélaginu.

Þjónusta

  • Verkefnastjórnun og hagkvæmniathuganir
  • Kostnaðar- og rekstraráætlanir
  • Úttektir, endurbætur, hönnun og útboðsgögn
  • Framkvæmdaeftirlit, gangsetningar og prófanir

Verkefni

Tengiliðir

Andri Ægisson
Véltæknifræðingur
Svið: Orka og iðnaður
aa@verkis.is

Sigurður Grétar Sigmarsson
Vatnsauðlindaverkfræðingur / Viðskiptastjóri
Svið: Samgöngur og umhverfi
sgrs@verkis.is