Snjóbræðsla
SNJÓBRÆÐSLA
Verkís er í fararbroddi þeirra fyrirtækja er sérhæfa sig í orkunýtingu jarðhita og hefur fyrirtækið yfir að ráða mikilli þekkingu og reynslu í hönnun snjóbræðslukerfa.
Nýting jarðvarma til húshitunar er hvergi jafn almenn og á Íslandi. Þegar jarðhitavatnið hefur verið nýtt til húshitunar er það oftar en ekki nýtt til snjóbræðslu.
Starfsmenn fyrirtækisins hafa hannað stór snjóbræðslukerfi fyrir Reykjavíkurborg og önnur sveitarfélög í mörg ár ásamt minni kerfum í plön og gangstíga umhverfis byggingar af öllum stærðum og gerðum. Fyrirtækið hefur einnig annast úttektir og hannað endurbætur á eldri snjóbræðslukerfum til að bæta orkunýtingu og virkni þeirra.
- Sigurður Grétar Sigmarsson
- Vatnsauðlindaverkfræðingur / Viðskiptastjóri
- Svið: Samgöngur og umhverfi
- sgrs@verkis.is
- Andri Ægisson
- Vélatæknifræðingur
- Svið: Orka og iðnaður
- aa@verkis.is
Þjónusta
|
Verkefni |