18/08/2020

Lögin sem liðka fyrir rafbílavæðingu

Lögin sem liðka fyrir rafbílavæðingu
Þórður, hleðsla rafbíla

Fimmtudaginn 27. ágúst nk. stendur Verkís fyrir hádegisfundi um hleðslu rafbíla sem ber yfirskriftina Lögin sem liðka fyrir rafbílavæðingu.

Tilefni fundarins eru nýlegar breytingar á lögum um fjöleignarhús sem auðvelda rafbílaeigendum sem eiga íbúð í fjöleignarhúsi að setja upp hleðsluaðstöðu.

Dagskrá fundarins

12:00 Gestir boðnir velkomnir

12:05 Hvaða áhrif hafa lagabreytingarnar á íbúa fjöleignarhúsa?
Tinna Andrésdóttir, lögfræðingur hjá Húseigendafélaginu

12:20 Slysavarnir rafbíla: Viðbrögð og brunavarnir
Fulltrúi frá Brunavörnum Árnessýslu

12:35 Hleðslulausnir fyrir heimilið og vinnuna: Hvað er í boði?
Þórður Þorsteinsson, rafmagnstæknifræðingur á Byggingarsviði Verkís

12.50 Spurningar og umræður
Hvaða áhrif hafa lagabreytingarnar á íbúa fjöleignarhúsa?

Tinna Andrésdóttir, lögfræðingur hjá Húseigendafélaginu, fer yfir breytingar sem urðu á lögum um fjöleignarhús í byrjun sumars. Breytingarnar auðvelda íbúum fjöleignarhúsa að koma fyrir hleðsluaðstöðu. Hún mun einnig fjalla um mál sem hafa komið inn á borð Húseigandafélagsins vegna hleðsluaðstöðu í fjöleignarhúsum.

Fulltrúi frá Brunavörnum Árnessýslu fjallar um viðbúnað og viðbrögð þegar rafmagnsbílar eiga þátt í umferðaróhappi. Hann mun einnig fjalla um almennar brunavarnir við hleðsluaðstöðu rafbíla. Það er mikilvægt að þekkja hætturnar og bregðast rétt við. Í erindinu verður fjallað almennt um rafmagns- og brunaöryggi.

Þórður Þorsteinsson, rafmagnstæknifræðingur á Byggingasviði Verkís, fer yfir það helsta sem er í boði varðandi hleðslulausnir fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Síðustu ár hefur Þórður veitt einstaklingum, fyrirtækjum og húsfélögum ráðgjöf vegna hönnunar á hleðsluaðstöðu. Í erindinu mun Þórður miðla af reynslu sinni, bæði af góðum og slæmum lausnum og fjalla um hvernig er best að standa að uppsetningu á hleðsluaðstöðu.

Fundarstjóri: Tinna Kristín Þórðardóttir, byggingafræðingur á Byggingasviði Verkís.

Fundurinn verður eingöngu rafrænn og verður linkur á útsendinguna birtur samdægurs. Upptaka verður aðgengileg á heimasíðu Verkís eftir fundinn.

Ertu með spurningu til fyrirlesara? Sendu póst á verkis@verkis.is

Um hleðslu rafbíla hjá Verkís

Viðburðurinn á Facebook

Hvað breyttist með samþykkt laganna?

Áður þurfti samþykki allra eigenda að húsnæði að liggja fyrir svo hægt væri að ráðast í uppsetningu á hleðslustöð fyrir rafbíla á sameiginlegri lóð en nú er húsfélagi skylt að úthluta sérstökum bílastæðum undir hleðslubúnað fyrir rafmagnsbíla (með ákveðnum takmörkunum). Eigendur að taka þátt í kostnaði að einhverju leyti, óháð því hvort viðkomandi eigendur hyggjast sjálfir nota bílastæðin til hleðslu rafbíla.

Í nýju lögunum kemur einnig fram að ákvörðun eiganda um að koma upp hleðslubúnaði fyrir rafbíla við eða á bílastæði sem er séreign hans eða bílastæði í sameign sem fylgir séreignarhluta hans er ekki háð samþykki annarra eigenda fjöleignarhúss.

Hleðslubúnaður fyrir rafbíla og annar tengdur búnaður skal uppfylla þær kröfur sem gerðar eru samkvæmt löggjöf um rafmagnsöryggi, brunavarnir og mannvirki. Skal löggiltur rafverktaki annast framkvæmdir vegna slíks hleðslubúnaðar að því marki sem þær varða rafmagn.

Lög um breytingu á lögum um fjöleignahús: https://www.althingi.is/altext/150/s/1656.html

Lögin sem liðka fyrir rafbílavæðingu
Þórður, hleðsla rafbíla