Þjónusta

Öryggi framkvæmda og reksturs

Er öryggi við framkvæmdir og rekstur mannvirkja á vegum þíns fyrirtækis nægjanlega vel tryggt?

Mikilvægt er að tryggja sem best öryggi starfsmanna og almennings við hvers konar mannvirkjaframkvæmdir og rekstur mannvirkja.

Hanna út hætturnar

Öryggi starfsmanna og almennings við hvers konar mannvirkjaframkvæmdir og rekstur mannvirkja er meðal annars gert með áhættumati hönnuða á undirbúningsstigi framkvæmda, endurbótum á hönnun, áhættumati á framkvæmdastað, framkvæmdaeftirliti auk reglulegs viðhalds öryggisþátta mannvirkis í rekstri, sem og vinnuverndarstarfs. Öryggis- og rekstrarhandbækur mannvirkja gefa góða yfirsýn yfir skipulag, rekstur og viðhald tækni- og öryggiskerfa auk viðbragðsáætlana.

Sérfræðingar Verkís gera áhættumat framkvæmda á undirbúningsstigi sem hluta af hönnun. Lögð er áhersla á að „hanna út hætturnar“, það er beita aðferðum sem fela í sér minnkun á áhættu auk þess sem kröfur til ÖHU málefna eru gerðar í útboðsgögnum.

Verkís hefur á að skipa starfsmönnum með mikla reynslu í framkvæmdaeftirliti og eftirlit með öryggis-, heilbrigðis- og umhverfismálum (ÖHU) á verkstað, samræmingu ÖHU mála og gerð ÖHU áætlana fyrir framkvæmdastaði, bæði við almennar byggingaframkvæmdir, veitu-, samgöngu- og stóriðju­framkvæmdir. Einnig getur Verkís útvegað ÖHU fulltrúa til tímabundinna starfa í fyrirtæki þínu eða við framkvæmdir, ásamt því að bjóða fjölbreytt námskeið um öryggi, heilbrigði og vinnuumhverfi á verkstað fyrir starfsmenn og verkstjórnendur.

Þjónusta

  • Áhættumat verkefna á undirbúningsstigi
  • ÖHU eftirlit á framkvæmdastað
  • Námskeið og kynningar um öryggi, heilbrigði og vinnuvernd á verkstað
  • ÖHU fulltrúi fyrirtækja
  • Öryggis- og rekstrarhandbækur
  • Viðbragðsáætlanir og neyðarviðbrögð

Verkefni

  • Landsnet: ÖHU eftirlit við byggingu tengivirkja
  • Nýr Landspítali: Áhættumat hönnuða á undirbúningsstigi framkvæmda
  • HS orka: Áhættumat hönnuða á undirbúningsstigi vegna Orkuvera á Reykjanesi
  • RTA Straumsvík: Áhættugreining ýmissa framleiðsluferla og endurbóta

Tengiliðir

Dóra Hjálmarsdóttir
ÖHU fulltrúi og ráðgjafi / Rafmagnsverkfræðingur / Neyðarstjórnun CEM®
Svið: Byggingar
dh@verkis.is

Eiríkur K. Þorbjörnsson
Rafmagnstæknifræðingur / Öryggi- og áhættustjórnun M.Sc.
Svið: Byggingar
ekt@verkis.is