Öryggis- og fjarskiptakerfi

Öryggis- og fjarskiptakerfi

 • Arion-banki-Rvk

Verkís veitir ráðgjöf á sviði fjarskiptakerfa og öryggismála, allt frá hönnun öryggiskerfa fyrir heimili og upp í flóknar lausnir fyrir fyrirtæki.

Öryggishönnun er annars vegar skipt upp í öryggistæknilega hönnun (öryggisstig, áhættugreining, umferð um byggingu/svæði, aðkomumál o.fl.) og hins vegar upp í öryggiskerfahönnun (öryggiskerfi og eftirlitsbúnaður). Öryggismál skipta okkur öll máli, þar sem ástand öryggismála í byggingum er mikilvægur þáttur í að tryggja öryggi þeirra sem í byggingunni eru.

Fyrirtækið býður upp á alhliða ráðgjöf á sviði hönnunar fjarskiptakerfa. Þar sem kröfur nútímans eru að allir geti verið í stöðugum samskiptum er mikilvægt að viðbætur og breytingar séu einfaldar og að rekstararöryggi kerfisins sé gott.

Eiríkur K. Þorbjörnsson

 • Eiríkur K. Þorbjörnsson
 • Rafmagnstæknifræðingur / Öryggi- og áhættustjórnun M.Sc. / Viðskiptastjóri
 • Svið: Byggingar
 • ekt@verkis.is

Sigurdur_jonjonsson_h3

 • Sigurður Jón Jónsson
 • Rafmagnstæknifræðingur / MBA / Rekstrarstjóri
 • Svið: Byggingar
 • sjj@verkis.is

Þjónusta

 • Brunaviðvörunarkerfi og öryggiskerfi
 • Sjúkrakallkerfi, myndeftirlitskerfi og slökkvikerfi
 • Úttekt á öryggismálum og áhættustjórnun
 • Útboðsgerð, mat tilboða og verkeftirlit
 • Staðnet, víðnet, símakerfi, dreifikerfi og loftnetskerfi