Þjónusta

Öryggis- og fjarskiptakerfi

Ástand öryggismála í byggingum er mikilvægur þáttur í að tryggja öryggi þeirra sem í byggingunni eru.

Öryggismál skipta okkur öll máli og því hagnast allir á því að þau séu í lagi.

Öruggt umhverfi

Verkís veitir ráðgjöf fyrir öryggis- og fjarskiptakerfi, allt frá hönnun öryggiskerfa fyrir heimili og upp í flóknar lausnir fyrir fyrirtæki. Við greinum núverandi ástand og pössum upp á að þær lausnir sem við bjóðum séu sérsniðnar að þörfum verkkaupa.

Öryggishönnun er skipt í tvær greinar. Annars vegar er öryggistæknilega hönnun sem felur meðal annars í sér öryggisstig, áhættugreiningu, umferð um byggingu/svæði og aðkomumál. Hins vegar er það öryggiskerfahönnun sem snýr að öryggiskerfum og eftirlitsbúnaði.

Verkís býður upp á alhliða ráðgjöf á sviði hönnunar fjarskiptakerfa, bæði í nærumhverfi sem og varðandi fjarskipti milli staða/svæða. Þar sem kröfur nútímans eru þær að við öll og tæki okkar, getum verið í stöðugum samskiptum er mikilvægt að viðbætur og breytingar séu einfaldar og að rekstaröryggi kerfisins sé gott.

Sérfræðingar okkar eru ávallt með puttann á púlsinum og fylgjast vel með hvers kyns tækninýjungum og -þróun. Þannig sköpum við öruggt umhverfi fyrir þig og þína.

Verkís býður upp á fjölbreyttar lausnir, jafnt fyrir stórfyrirtæki og heimili, því við vitum að öryggi skiptir okkur öll máli.

Þjónusta

Verkefni

Tengiliðir

Björn Ingi Sverrisson
Rafmagnstæknifræðingur / Hópstjóri
Svið: Byggingar
bis@verkis.is

Eiríkur K. Þorbjörnsson
Rafmagnstæknifræðingur / Öryggi- og áhættustjórnun M.Sc.
Svið: Byggingar
ekt@verkis.is