Við byrjum á byrjuninni
Í upphafi eru sett markmið, sem yfirleitt má skipta í framleiðslumarkmið, það er magn og gæði, kostnaðarmarkmið, sem sagt stofnkostnaður, rekstrarkostnaður og arðsemi og markmið um verktíma.
Undirbúningurinn hefst með skilgreiningu á þeim viðfangsefnum og verkferlum sem eru nauðsynleg til að ná settum markmiðum. Undirbúningsferlið er oft þrepaskipt og ræðst þá framhaldið af stöðutöku eftir hvert þrep. Umfang undirbúningsins ræðst mjög af stærð verkefnisins og þeim kröfum sem gerðar eru til nákvæmni áætlana.
Viðfangsefni Verkís á undirbúningsstigi geta verið einstakir þættir undirbúningsins, til dæmis þróun hugmynda, kostnaðaráætlanir, framkvæmdaáætlanir, áhættugreining, áhrifamat, arðsemismat, útboð, verksamningar og innkaup, en einnig hönnunarstjórnun eða heildarumsjón með öllum undirbúningi verksins.
Undirbúningur hefst á skilgreiningu á þeim þáttum sem þarf til að ná settu markmiði, en góður undirbúningur er gulls ígildi.