Framleiðsluferlar
  • Iðnaður

Framleiðslu­ferlar

Verkís býður verkfræðiþjónustu á öllum sviðum framleiðslu- og iðnaðarferla.

Sérfræðingar fyrirtækisins búa yfir þekkingu og reynslu á sviði eðlis- og efnafræði, varma- og straumfræði, varmaflutningsfræði, gerð umhverfismats, samskipti við opinbera aðila og leyfisumsóknir.

Við bjóðum þjónustu við líkanreikninga, greiningar á öryggis-, heilbrigðis- og umhverfisþáttum (ÖHU), greiningu áhættu (Risk), rekstraráhættu (Hazop), orsakagreiningar (e. root cause analysis) og CE merkingar, hönnun stjórnbúnaðar og stýrikerfa og margt fleira.

Verkís hefur unnið að fjölbreyttum iðnaðarverkefnum á öllum sviðum álframleiðslu, kísiljárn- og kísilmálmframleiðslu, steinullar- og saltframleiðslu, þurrkun kalkþörunga, fiskeldis, fiskvinnslu, lyfjaframleiðslu o.fl.

 

Tengiliður:
Hannibal Ólafsson - Byggingarverkfræðingur / Vélatæknifræðingur
ho@verkis.is

Þjónusta

  • Þurrkunar- og eimingarferlar
  • Lyktareyðing og áhættugreining
  • Straumlínustjórnun / „Lean“
  • Viðhaldskerfi / „Euromaintenance“
  • Líkanaútreikningar í Simul8, kæli- og frystikerfi
  • Orsakagreining / „Root cause analysis“