Framleiðsluferlar

framleiðslu­ferlar

Sérfræðingar fyrirtækisins búa yfir þekkingu og reynslu á sviði eðlis- og efnafræði, varma- og straumfræði, varma- og massaflutningsfræði, ferlafræði (e. logistics) og gæða- og straumlínustjórnun (e. lean). 

Öll þessi fræði koma við sögu í nútíma iðnaðar- og framleiðsluferlum. Enn fremur bjóðum við þjónustu við líkanreikninga, þróun viðhaldskerfa, greiningar á öryggis-, heilbrigðis- og umhverfisþáttum (ÖHU), greiningu áhættu (Risk) og rekstraráhættu (Hazop), orsakagreiningar (e. root cause analysis) og CE merkingar og er þá ekki allt tínt til.  

Verkís hefur unnið að fjölbreyttum iðnaðarverkefnum á öllum sviðum álframleiðslu, kísiljárn- kísilmálm- og kísilkarbíðframleiðslu, steinullar- og saltframleiðslu, þurrkun kalkþörunga, fiskeldis, fiskvinnslu o.fl.  

Verkefnin spanna flutningskerfi fyrir fastefni og lofttegundir, málmvinnslu (bræðslu, flutning, hreinsun og steypu), efnisvinnslu (t.d. mölun, flokkun og pökkun), eimingu sjávar, þurrkun (t.d. kalkþörunga), þurrkun og bökun (steinull), hitun og herslu (net), lofthreinsun (ryk, lofttegundir, rokgjörn lyktsterk efni), kælingu og frystingu, efnisval o.fl.

Þjónusta

  • Þurrkunar- og eimingarferlar
  • Lyktareyðing og áhættugreining
  • Straumlínustjórnun / „Lean“
  • Viðhaldskerfi / „Euromaintenance“
  • Líkanaútreikningar í Simul8, kæli- og frystikerfi
  • Orsakagreining / „Root cause analysis“