Kæling og loftræsing

kæling og loftræsing

Einnig má nefna afsogskerfi til að mæta útstreymi lofttegunda og ryki í iðnaðarferlum og kælikerfi fyrir bæði vélar og rými. Auk þess veitir fyrirtækið ráðgjöf um kerfi til mælingar og vöktunar á losun frá stórum og smáum iðnfyrirtækjum.

Fyrirtækið býður jafnframt þjónustu sérfræðinga við val á búnaði til lofthreinsunar og lyktareyðingar í samræmi við kröfur í starfsleyfi viðkomandi fyrirtækis. Hönnun á almennum og sérhæfðum loftræsi- og loftkælikerfum eru einnig hluti af þjónustu iðnaðarsviðs.

Þjónusta

  • Iðnaðarloftræsing, innivist og ryk afsog
  • Þarfagreining, umhverfi og bætt heilsa
  • Hönnun, útboðsgögn og mæling losunar
  • Ráðgjöf varðandi búnað og hreinsun útstreymis
  • Eftirlit með uppsetningu og lyktareyðing