Undirbúningur

Undirbúningur

 • undirbuningur

Undirbúningur verkefnis er ferlið frá því að hugmynd fæðist og þar til útfærsla hugmyndarinnar er fullmótuð og hún tilbúin til framkvæmdar.

Í upphafi eru sett markmið, sem yfirleitt má skipta í framleiðslumarkmið (magn og gæði), kostnaðarmarkmið (stofnkostnaður, rekstrarkostnaður og arðsemi) og markmið um verktíma.   

Undirbúningurinn hefst með skilgreiningu á þeim viðfangsefnum og verkferlum sem eru nauðsynleg til að ná settum markmiðum. Undirbúningsferlið er oft þrepaskipt og ræðst þá framhaldið af stöðutöku eftir hvert þrep. Umfang undirbúningsins ræðst mjög af stærð verkefnisins og þeim kröfum sem gerðar eru til nákvæmni áætlana.

Viðfangsefni Verkís á undirbúningsstigi geta verið einstakir þættir undirbúningsins ( þróun hugmynda, kostnaðaráætlanir, framkvæmdaáætlanir, áhættugreining, áhrifamat, arðsemismat, útboð, verksamningar og innkaup), hönnunarstjórnun ellegar heildarumsjón með öllum undirbúningi verksins.

Örn Steinar Sigurðsson

 • Örn Steinar Sigurðsson
 • Byggingarverkfræðingur
 • Svið: Iðnaður
 • oss@verkis.is

Susanne Freuler

 • Susanne Freuler
 • Matvælaverkfræðingur / Vörustjórnun B.Sc. / Viðskiptastjóri

 • Svið: Iðnaður
 • suf@verkis.is

Þjónusta

 • Stjórnun undirbúnings og þróun hugmyndar
 • Kostnaðar-, framkvæmda-og fjármögnunaráætlun
 • Hönnunarstjórnun og áhættugreining
 • Arðsemismat
 • Útboð og verksamningar
 • Umhverfismál
 • Mat á umhverfisáhrifum