Þjónusta

Hitaveitur

Verkís hefur hannað flest hitaveitukerfi landsins og hefur einnig unnið að slíkum kerfum víða um heim.

Uppbygging hitaveitna á Íslandi var risastórt skref í sjálfbærri nýtingu jarðvarma á Íslandi.

Þekking á heimsmælikvarða

Innviðir hitaveitnanna þjóna mikilvægu hlutverki við að miðla orku úr iðrum jarðar til notenda sem nýta hann til húshitunar, neysluvatns og í sundlaugar landsmanna og eru sérfræðingar Verkís stoltir af því að vera áfram mikilvægur hluti af þeirri vegferð.

Alhliða þjónusta

Sérfræðingar okkar búa yfir yfirgripsmikilli þekkingu á sviði hitaveitna og áralangri reynslu af slíkum verkefnum. Þjónusta Verkís við hitaveitur landsins snýr að hönnun á hitaveitumannvirkjum eins og dælustöðvum og miðlunartönkum ásamt aðveitu- og dreifikerfum veitustofnana landsmanna.

Við bjóðum upp á heildarlausnir við áætlunargerð, kerfisgreiningar og líkanagerð, hönnun og framkvæmdaeftirlit, hvort sem um er að ræða nýjar hitaveitur, breytingar eða uppfærslur á eldri veitum eða á einstökum hlutum þeirra.

Greiningar og líkanagerð

Hjá Verkís hafa verið þróaðir verkferlar við hönnun hitaveitna til að tryggja öruggar og hagkvæmar lausnir og hefur fyrirtækið yfir að ráða sérhæfðum og öflugum hugbúnaði til að greina og hanna flókin veitu- og pípukerfi.

Auk þess að hanna flest hitaveitukerfi landsins hafa sérfræðingar Verkís komið að verkefnum erlendis, til að mynda í Kína og Slóvakíu. Íslensk fagþekking á hitaveitum er eftirsótt enda færist þróun hitaveitna sem nýta jarðhita í aukana í löndunum í kringum okkur.

Öruggur og hagkvæmur rekstur, til dæmis með bættri orkunýtingu, er lykillinn að sjálfbærri framtíð íslensks samfélags.

Verkefni

Tengiliðir

Sigurður Grétar Sigmarsson
Vatnsauðlindaverkfræðingur / Viðskiptastjóri
Svið: Samgöngur og umhverfi
sgrs@verkis.is

Þorleikur Jóhannesson
Vélaverkfræðingur / Viðskiptastjóri
Svið: Orka og iðnaður
tj@verkis.is