Áhættustjórnun

Áhættustjórnun

 • Ahaettustjornun

Stjórnun áhættu með það að markmiði að lágmarka hvers konar tjón er orðinn fastur liður í rekstri fyrirtækja og verkefna.

Áhættustjórnun er kerfisbundin aðferð sem beitt er til að greina, upplýsa og ákvarða hvernig skuli bregðast við tækifærum og ógnum sem viðkomandi rekstur stendur frammi fyrir.

Áhættustjórnun er rýniferli sem hefur að markmiði að finna og skilgreina hættur sem geta valdið slysum á starfsfólki, eignatjóni, umhverfisslysum, framleiðslutapi eða öðru tjóni.

Áhættustjórnun má beita á alla þætti rekstar og á öllum stigum verkefnavinnu.

Áhættustjórnun snýr m.a. að gerð áhættugreininga og mats fyrir:

 • Framkvæmdir á undirbúningsstigi, við frum- og forhönnun, í verkhönnun og við skipulagningu og framkvæmd verkefna.
 • Rekstur fyrirtækja við vinnuvernd, umhverfismál, rekstur mannvirkja, framleiðsluferla, innkaupa- og söluferli

Sérfræðingar Verkís á sviði áhættustjórnunar taka að sér að skilgreina og leiða áhættugreiningarferli ásamt því að vinna úr niðurstöðum.

Carine_chatenay_h3-

 • Carine Chatenay
 • Byggingarverkfræðingur / Viðskiptastjóri

 • Svið: Orka og iðnaður
 • cc@verkis.is

Dóra Hjálmarsdóttir

 • Dóra Hjálmarsdóttir
 • ÖHU fulltrúi og ráðgjafi / Rafmagnsverkfræðingur / Neyðarstjórnun CEM®

 • Svið: Byggingar
 • dh@verkis.is

Þjónusta

 • Áhættustjórnun og áhættugreiningar með ýmsum aðferðum 
  m.a. HazID, HazOP, Monte Carlo, FMEA, What-if