Öryggi framkvæmda og reksturs
Er öryggi við framkvæmdir og rekstur mannvirkja á vegum þíns fyrirtækis nægjanlega vel tryggt ?
Mikilvægt er að tryggja sem best öryggi starfsmanna og almennings við hvers konar mannvirkjaframkvæmdir og rekstur mannvirkja.
Það er m.a. gert með áhættumati hönnuða á undirbúningsstigi framkvæmda, endurbótum á hönnun, framkvæmdaeftirliti auk reglulegs viðhalds öryggisþátta mannvirkis í rekstri, svo sem vinnuverndarstarfs. Öryggis og rekstrarhandbækur mannvirkja gefa góða yfirsýn yfir skipulag, rekstur og viðhald tækni- og öryggiskerfa auk viðbragðsáætlana.
Sérfræðingar Verkís gera áhættumat framkvæmda á undirbúningsstigi sem hluta af hönnun. Lögð er áhersla á að „hanna út hætturnar“, þ.e. beita aðferðum sem fela í sér minnkun á áhættu auk þess sem kröfur til ÖHU málefna eru gerðar í útboðsgögnum.
Verkís hefur á að skipa starfsmönnum með mikla reynslu í framkvæmdaeftirlit og eftirlit með öryggis, heilbrigðis- og umhverfismálum (ÖHU) á verkstað, samræmingu ÖHU mála og gerð ÖHU áætlana fyrir framkvæmdastaði, bæði við almennar byggingaframkvæmdir, veitu-, samgöngu- og stóriðjuframkvæmdir. Einnig getur fyrirtækið útvegað ÖHU fulltrúa til tímabundinna starfa í fyrirtæki þínu eða við framkvæmdir. Ásamt því að bjóða fjölbreytt námskeið um öryggi, heilbrigði og vinnuumhverfi á verkstað fyrir starfsmenn og verkstjórnendur.
- Dóra Hjálmarsdóttir
ÖHU fulltrúi og ráðgjafi / Rafmagnsverkfræðingur / Neyðarstjórnun CEM®
- Svið: Byggingar
- dh@verkis.is
- Eiríkur K. Þorbjörnsson
Rafmagnstæknifræðingur / Öryggi- og áhættustjórnun M.Sc. / Viðskiptastjóri
- Svið: Byggingar
- ekt@verkis.is
Þjónusta
|
Verkefni |