Tengivirki og aðveitustöðvar
  • tengi-og-adveitustodvar

Tengivirki og aðveitustöðvar

Þjónusta Verkís nær allt frá frumathugunum til prófana og gangsetningar á tengivirkjum og aðveitustöðvum ásamt úttektum og ástandsskoðunum.

Verkís hefur unnið mikið fyrir helstu orkufyrirtæki landsins og iðnfyrirtæki á sviði orkuflutnings og þá sérstaklega vegna tengivirkja og aðveitustöðva. Einnig hefur fyrirtækið unnið að slíkum verkefnum erlendis, einkum í tengslum við virkjanaverkefni. Þar sem reynsla fyrirtækisins nær til gaseinangraðra virkja og lofteinangraðra virkja inni og úti á spennusviði frá 33 kV upp í 220 kV og að hluta á 400 kV.

Þjónusta fyrirtækisins snýr að öllum fagsviðum og vegna allra mannvirkja og búnaðar í tengivirkjum og aðveitustöðvum. Þar er m.a. um að ræða háspennubúnað, aflspenna, aflstrengi, launaflsbúnað, stöðvarbúnað, stjórn- og varnarbúnað, jarðvinnu, undirstöður og byggingarvirki hverskonar með tilheyrandi jarðskautum, lögnum og rafkerfum.

 
Tengiliður:
Carine Chatenay 
Viðskiptastjóri orkusviðs / Byggingarverkfræðingur
cc@verkis.is 

Þjónusta

  • Verkefna- og hönnunarstjórnun
  • Frum- og kerfisathuganir
  • Verk- og kostnaðaráætlanagerð
  • Umhverfismat, skipulagsmál og áhættugreining
  • Verkhönnun, lokahönnun, ástandsmat og rekstur
  • Gerð útboðsgagna, tilboða og samningsgerð
  • Verkeftirlit, úttektir, prófanir og gangsetningar