Fráveitur

FRÁVEITUR

 • hraunavik

Verkís býður upp á fjölbreytta þjónustu er varðar fráveitukerfi og hreins­istöðvar, bæði hönnun nýrra kerfa og greiningar og athuganir á eldri kerfum. 

Fyrirtækið hefur á að skipa hönnuðum með mikla reynslu af hönnun dælu- og hreinsistöðva fyrir fráveitu, rennslismælingum í fráveitukerfum, skýrslu­gerð, auk sýna­töku í skólphreinsistöðvum.

Mikilvægt er að fráveitukerfi séu hönnuð út frá vel ígrunduðum forsendum. Útfærslur séu rekstrarlega hagkvæmar og uppfylli þær kröfur laga og reglugerða sem eiga við um slík kerfi.  

Með auknum áherslum á umhverfismál hin síðustu ár hafa kröfur um hreinsun á frárennsli aukist. Til að uppfylla reglugerðir þurfa hreinsistöðvar að vera háþróaðar tæknilega svo fullnægjandi hreinsun náist og að mengun viðtaka sé innan þeirra marka sem sett eru.

Með þetta í huga nýtir Verkís sérhæfingu og reynslu tæknimanna sinna, mælitæki og sérhæfðan hug­búnað við hönnun nýrra fráveitukerfa og við greiningar á eldri kerfum.

Sjá nánar í bækling Verkís um fráveitu- og ofanvatnslausnir.

Sigurður Grétar Sigmarsson

 • Sigurður Grétar Sigmarsson
 • Vatnsauðlindaverkfræðingur / Viðskiptastjóri
 • Svið: Samgöngur og umhverfi
 • sgrs@verkis.is

Birgir_tomas_arnar_h3-

 • Birgir Tómas Arnar
 • Byggingartæknifræðingur
 • Svið: Samgöngur og umhverfi
 • bta@verkis.is

Þjónusta

 • Verkefnastjórnun og hagkvæmnisathuganir
 • Kostnaðar- og rekstraráætlanir
 • Rannsóknir og mat á umhverfisáhrifum
 • For- og verkhönnun
 • Gerð útboðsgagna, mælinga og eftirfylgni
 • Verkeftirlit, viðhald og kostnaður