Þjónusta

Fráveitur

Fráveitur eru grunninnviðir hvers samfélags og veitir Verkís fjölbreytta þjónustu er varðar fráveitukerfi og ofanvatnslausnir.

Verkefni Verkís á sviði fráveitu er að tryggja hagkvæma hreinsun á skólpi til verndar umhverfinu.

Við fylgjumst með þróun

Sérfræðingar Verkís hafa yfirgripsmikla reynslu í hönnun á skólpdælustöðvum, stærri jafnt sem minni hreinsimannvirkjum og fráveituútrásum og veita fyrsta flokks ráðgjöf sem uppfyllir kröfur laga og reglugerða sem eiga við um slík kerfi. Sérstaklega er lögð áhersla á að veita staðbundna þjónustu og persónulega ráðgjöf fyrir minni sveitarfélög sem eiga fyrir höndum kostnaðarsama uppbyggingu fráveituhreinsunar.

Verkís er leiðandi í meðhöndlun ofanvatns á Íslandi

Með auknum kröfum um vernd viðtaka og hagkvæmni í rekstri ásamt auknu álagi á fráveitukerfið vegna loftslagsbreytinga verður nauðsynlegt að aðskilja regnvatn frá skólprennsli. Hjá Verkís er boðið upp á margþætta þjónustu við meðhöndlun ofanvatns, bæði með kerfisgreiningum eldri fráveitukerfa og á skipulags- og hönnunarstigi nýrra hverfa.

Sérfræðingar Verkís eru einnig leiðandi í ofanvatnshreinsun og innleiðingu á aðferðafræði blágrænna ofanvatnslausna og býður upp á reynslumikið þverfaglegt teymi verkfræðinga, landslagsarkitekta og skipulagsfræðinga á því sviði (Sjá þjónustuflokk um ofanvatnslausnir).

Snjallvæðing fráveitukerfisins er framtíðin

Hjá Verkís er öll hönnun nýrra fráveitukerfa unnin í þrívíðum líkönum sem hægt er að árekstrargreina strax á hönnunarstigi og þannig lágmarka breytingar á framkvæmdastigi. Einnig eru sérfræðingar Verkís með á nótunum í nýjasta straumfræðihugbúnaðinum og skila allri hönnun veitumannvirkja á rafrænum hætti þannig að hönnunin nýtist strax í rekstur veitukerfa sveitarfélaganna.

Þétting byggðar á höfuðborgarsvæðinu samhliða innviðauppbyggingu mun leiða af sér flóknar breytingar á veitukerfunum. Skipta þarf út eða tengja við eldri veitukerfi og nýtist reynsla og þekking Verkís á nýjustu mælitækjum, sýnatökum og greiningarhugbúnaði vel við úttektir og greiningu á núverandi kerfum.

Hjá Verkís erum við leiðandi í uppbyggingu á aðskildum kerfum skólps og ofanvatns með sjálfbærni og náttúrulegar lausnir í fyrirrúmi.

Bæklingur: Fráveitur- og ofanvatnslausnir

Þjónusta

  • Skólpdælustöðvar
  • Hreinsimannvirki og útrásir fyrir minni sveitarfélög
  • Hönnun nýrra fráveitukerfa
  • Kerfisgreiningar eldri fráveitukerfa
  • Áætlanir um meðhöndlun ofanvatns
  • Blágrænar ofanvatnslausnir
  • Rennslismælingar og sýnatökur í fráveitukerfum

Verkefni

Tengiliðir

Birgir Tómas Arnar
Byggingartæknifræðingur
Svið: Samgöngur og umhverfi
bta@verkis.is

Sigurður Grétar Sigmarsson
Vatnsauðlindaverkfræðingur / Viðskiptastjóri
Svið: Samgöngur og umhverfi
sgrs@verkis.is