Þjónusta

Brýr og undirgöng

Verkís hefur í áratugi veitt ráðgjöf á sviði umferðarmannvirkja, við undirbúning og hönnun vega, göngu- og hjólastíga, brúa og undirganga.

Með auknu þéttbýli og endurbótum á þjóðvegum landsins hafa verkefni í flokki umferðarmannvirkja í auknum mæli náð til hönnunar mislægra gatnamóta, brúa og undirganga.

Verkin tala

Verkís býður upp á þjónustu við hönnun brúa og undirganga samhliða verkefnum á sviðum sem tengjast samgöngum og umferð, þar er meðal annars um að ræða umferðarathuganir og spár, athuganir á hagkvæmni valkosta í samgöngum, skipulagshönnun, frumhönnun og fullnaðarhönnun samgöngumannvirkja. Einnig býður fyrirtækið upp á ráðgjöf vegna reksturs og viðhalds slíkra mannvirkja, auk gerðar útboðsgagna og eftirlits með framkvæmdum.

Fyrirtækið státar af verkfræðingum sérhæfðum í hönnun samgöngumannvirkja með reynslu af brúarhönnun frá Íslandi og fleiri Norðurlöndum.

Við hönnun samgöngumannvirkja er aðaláhersla lögð á að mannvirkin séu örugg notendum, hagkvæm í framkvæmd og í sátt við umhverfi sitt. Verkís hefur aðgang að arkitektum sem hafa áratuga reynslu af hönnun umferðarmannvirkja. Verkin tala og sýna verkefni sem Verkís hefur ráðist í hve mikil og góð þekking og reynsla býr innan veggja fyrirtækisins. Við höldum áfram að vaxa í starfi um ókomna tíð og tökum hverri áskorun fagnandi.

Við leggjum áherslu á að samgöngumannvirki séu örugg, hagkvæm í framkvæmd og falli vel að umhverfinu.

Þjónusta

 • Skipulagshönnun og ástandsskoðun
 • Frum- og fullnaðarhönnun
 • Umferðarathuganir og spár
 • Sveiflugreining, grundun og landmælingar
 • Athugun á hagkvæmni valkosta
 • Gerð útboðsgagna og framkvæmdaeftirlit
 • Ráðgjöf vegna reksturs og viðhalds

Verkefni

 • Brú yfir Breiðholtsbraut, þverun Arnarnesvegar
 • Göngu- og hjólabrú yfir Arnarnesveg á Vatnsendahæð
 • Trébrú yfir Elliðaár við Dimmu
 • Brú á Stóru Laxá við Flúðir
 • Brú yfir Jökulá á Sólheimasandi

Tengiliðir

Grétar Páll Jónsson
Byggingarverkfræðingur / Viðskiptastjóri
Svið: Samgöngur og umhverfi
gpj@verkis.is

Guðmundur Jónsson (V)
Byggingarverkfræðingur / Hópstjóri
Svið: Samgöngur og umhverfi
gj@verkis.is