Þjónusta

Flugvellir

Í gegnum áratugina hefur Verkís komið að hönnun og viðhaldi á öllum helstu flugvöllum landsins.

Verkís leggur mikla áherslu á að fylgjast með nýsköpun, þróun og breytingum sem eru stöðugar í heimi flugvallahönnunar.

Við þekkjum flugvelli

Þjónusta Verkís fyrir flugvelli felst helst í hönnun flugvallamannvirkja á öllum hönnunarstigum, verkefnastjórn, eftirliti með framkvæmdum, umhverfis- og öryggismálum, skipulagi framkvæmda innan haftasvæða, gerð ástandsmats og viðhaldsáætlana ásamt því að bjóða upp á ýmis konar rekstraraðstoð.

Hjá Verkís vinnur sérhæfður hópur hönnuða í flugvallarverkefnum. Hönnun og ráðgjöf Verkís snýr meðal annars að flugstöðvarbyggingum, þjónustubyggingum, flugbrautum, akbrautum, flughlöðum, flugskýlum, rafmagnskerfum, ljósakerfum, veitukerfum og öðrum mannvirkjum. Flugvallarteymið er með fjölbreyttan bakgrunn sem sinnir reglulega verkefnum á flugvöllum og þekkir vel allar helstu reglugerðir og lagaramma sem krafist er að farið sé eftir á flugvöllum.

Verkís hefur öryggi allra notenda flugvalla að leiðarljósi og er eitt það allra mikilvægasta sem huga þarf að þegar kemur að þróun og skipulagningu verkefna. Hvort sem verið er að skipuleggja viðhaldsverkefni eða nýframkvæmdir þarf ávallt að finna lausnir sem miða að því að halda áhrifum framkvæmda á farþega í lágmarki, ásamt því að tryggja ítrasta öryggi allra viðkomandi aðila, svo sem starfsfólks.

Verkís hefur því mikinn skilning á starfsumhverfi flugvalla, en sú þekking ásamt áratugareynslu á öllum sviðum verkfræðinnar tryggir að Verkís veitir afbragðsþjónustu í verkefnum tengdum flugumferð.

Verkís nýtir sér hermun úr umferðarlíkani fyrir umferð flugvéla og þjónustutækja á flughlaði, akbrautum flugvéla og þjónustuvegum. Tilgangur líkansins er að koma auga á vandamál sem tengjast umferð á frumstigum hönnunar eða á skipulagsstigi svo hægt sé að bregðast við þeim tímanlega og með viðeigandi hætti.

Þjónusta

  • Hönnun flugbrauta, flughlaða og bygginga
  • Veitu- og lýsingarhönnun
  • Umhverfis- og öryggismál
  • Stjórnun aðstöðu, jarðtækni og framkvæmdaeftirlit
  • Umhverfisskipulag og stjórnunarkerfi

Verkefni

Tengiliðir

Hallgrímur Örn Arngrímsson
Byggingarverkfræðingur / Viðskiptastjóri
Svið: Samgöngur og umhverfi
hoa@verkis.is

Ragnar Steinn Clausen
Byggingarverkfræðingur
Svið: Samgöngur og umhverfi
rsc@verkis.is