Flugvellir

Flugvellir

 • Keflavíkurflugvöllur

Verkís hefur tekið þátt í hönnun, eftirliti og framkvæmdum á öllum helstu flugvöllum landsins. 

Í gegnum áratugina hefur Verkís komið að hönnun og viðhaldi á öllum helstu flugvöllum landsins. Fyrirtækið státar af áratuga reynslu á þessu sviði, en ásamt reynslu er mikil áhersla lögð á að fylgjast með nýsköpun, þróun og breytingum sem eru stöðugar í heimi flugvalla. Sökum þess hefur fyrirtækið skapað sér sérstöðu á þessum markaði hérlendis.

Þjónusta Verkís fyrir flugvelli felst helst í þátttöku á hönnun mannvirkja á öllum stigum, verkefnastjórn, eftirliti með framkvæmdum, umhverfis- og öryggismálum, skipulagi framkvæmda innan haftasvæða, gerð ástandsmats og viðhaldsáætlana ásamt því að bjóða upp á ýmiskonar rekstraraðstoð.

Hvort sem um ræðir flugstöðvarbyggingu, þjónustubyggingu, flugbrautir, akbrautir, flughlöð, flugskýli eða önnur mannvirki á flugvöllum þá hefur Verkís innan sinna raða hóp sérfræðinga, með fjölbreyttan bakgrunn sem sinnir reglulega verkefnum á flugvöllum og þekkir vel allar helstu reglugerðir og lagaramma sem krafist er að farið sé eftir á flugvöllum.

Verkís hefur öryggi allra notenda flugvalla að leiðarljósi og er eitt það allra mikilvægasta sem huga þarf að þegar kemur að þróun og skipulagningu verkefna. Hvort sem verið er að skipuleggja viðhaldsverkefni eða nýframkvæmdir þarf ávalt að finna lausnir sem miða að því að halda áhrifum framkvæmda á farþega í lágmarki, ásamt því að tryggja ýtrasta öryggi allra viðkomandi aðila, s.s. starfsfólks. Verkís hefur því mikinn skilning á starfsumhverfi flugvalla, en sú þekking ásamt áratuga reynslu á öllum sviðum verkfræðinnar tryggir að Verkís veitir afbragðsþjónustu í verkefnum tengdum flugumferð.

Hallgirmur_orn-h3

 • Hallgrímur Örn Arngrímsson
 • yggingarverkfræðingur / Viðskiptastjóri

 • Svið: Samgöngur og umhverfi
 • hoa@verkis.is

Ragnar Steinn Clausen

 • Ragnar Steinn Clausen
 • Byggingarverkfræðingur
 • Svið: Samgöngur og umhverfi
 • rsc@verkis.is

Þjónusta

 • Hönnun flugbrauta, flughlaða og bygginga
 • Veitu- og lýsingarhönnun
 • Umhverfis- og öryggismál
 • Stjórnun aðstöðu, jarðtækni og framkvæmdaeftirlit
 • Umhverfisskipulag og stjórnunarkerfi