Hafnir

Hafnir

 • Skarfabakki

Verkís býður þjónustu við skipulag, rannsóknir og hönnun hafnarmannvirkja.

Skipulagsmál og umhverfismál eru lögum samkvæmt fastur hluti framkvæmda.  Mikilvægt er að standa vel að þeim málum til að tryggja eðlilegan framgang verka og koma í veg fyrir óþarfa tafir á upphafi framkvæmda.  Við framkvæmdir í og við sjó þarf að huga vel að leyfum fyrir bæði efnistöku og losun í sjó.

Við hönnun og skipulag mannvirkja við strendur landsins þarf að taka tillit til fjölda þátta sem hafa áhrif á áraun og uppbyggingu mannvirkisins. Hönnun og skipulag þarf að vera í sátt við umhverfið og náttúruna því samspil mannvirkja og sjávar getur verið viðsjárvert. Upplýsingar þurfa að liggja fyrir um t.a.m. ölduhæð og öldustefnu sem nota mat á hagstæðustu legu hafnarmannvirkja, s.s. brimvarnargarða og hafnarbakka. Afla þarf upplýsinga um jarðvegaðstæður og leggja til frekari rannsóknir gerist þess þörf. Gera þarf þarfagreiningu meðal notenda hafnarmannvirkja til að ákvarða m.a. stærð skipa, ristu þeirra og þjónustuþörf.

Hallgirmur_orn-h3

 • Hallgrímur Örn Arngrímsson
 • Byggingarverkfræðingur / Viðskiptastjóri
 • Svið: Samgöngur og umhverfi
 • hoa@verkis.is

Gudrun_drofn_h3

 • Guðrún Dröfn Gunnarsdóttir
 • Byggingarverkfræðingur / Sviðsstjóri
 • Svið: Samgöngur og umhverfi
 • gdg@verkis.is

Þjónusta

 • Hafnargerð og dýpkanir                               
 • Skipulags- og umhverfismál
 • Jarðtækni og veituhönnun
 • Vegagerð
 • Lýsingahönnun