Þjónusta
Sjávarútvegur
Verkís býr að reynslu af fjölmörgum verkefnum í stjórnbúnaði innan sjávarútvegsins, meðal annars forritun, hönnun, ráðgjöf og gerð rafmagnsteikninga.
Þróun innan sjávarútvegsins er hröð og tækninni fleygir fram.
Þjónusta
Verkís býr að reynslu af fjölmörgum verkefnum í stjórnbúnaði innan sjávarútvegsins, meðal annars forritun, hönnun, ráðgjöf og gerð rafmagnsteikninga.
Þróun innan sjávarútvegsins er hröð og tækninni fleygir fram.
Íslendingar selja sjávarafurðir á mörkuðum um allan heim, vörur sem margir telja meðal þeirra fremstu þegar að gæðum kemur.
Við búum að aldalangri þekkingu á veiðum og fiskvinnslu en til að halda stöðu okkar verðum við sífellt að vera á tánum og fylgjast með nýjustu tækni. Breiður hópur sérfræðinga hjá Verkís býr yfir víðtækri þekkingu og reynslu til að takast á við fjölbreytt verkefni sjávarútvegsins. Tækniframfarir leiða að sér breytt starfsumhverfi og betri nýtingu orku, mannskaps og auðlinda
Auknar kröfur eru gerðar til umhverfismála og hefur meðal annars verið kallað eftir því að aðgangur sé að landtengingu fyrir skip í höfnum landsins. Verkís hefur á að skipa fjölbreyttum hópi sérfræðinga á sviði umhverfismála með langa reynslu af mati á umhverfisáhrifum framkvæmda, rannsóknum og umsóknum um tilskilin starfsleyfi.
Í fiskeldi er gerð krafa um stuttan framkvæmdatíma og mikla hagkvæmni. Lykillinn að velheppnuðu verki er vandaður undirbúningur og áætlanagerð. Verkís hefur hannað og stýrt byggingu fiskeldisstöðva um allt land.
Verkís státar af breiðri þekkingu meðal sérfræðinga sinna. Þannig hefur Verkís getað tekið að sér stór og fjölþætt verkefni á borð við hönnun nýbyggingar fyrir fiskvinnslu Guðmundar Runólfs hf. í Grundarfirði. Við hönnun byggingarinnar var stuðst við BIM, upplýsingalíkön mannvirkja, þar sem allir byggingarhlutar eru teiknaðir upp í þrívídd. Með BIM gefst meðal annars tækifæri til að auka gæði hönnunar, hagræða í verklegum framkvæmdum og byggja umhverfisvænni mannvirki.
Kristján G. Sveinsson
Byggingarverkfræðingur
Svið: Orka og iðnaður
kgs@verkis.is