Þjónusta

Vindorka

Þróun vindrafstöðva hefur verið hröð undanfarin ár, þannig að orkuverð frá vindrafstöðvum nálgast að vera samkeppnisfært við aðra orkuframleiðslu.

Þjónusta Verkís nær til allra þátta vindmyllugarða.

Ótæmandi auðlind

Það má vænta þess að uppsetning vindmylla á Íslandi stóraukist á komandi árum. Verkís hefur tekið þátt í mörgum af þeim tilraunaverkefnum sem nú eru í gangi eða hafa verið skoðuð. Í flestum tilfellum hafa það verið hagkvæmniathuganir.

Vindurinn er svo sannarlega ótæmandi auðlind sem Íslendingar hafa greiðan aðgang að. Það er ekki síst þess vegna sem vindorka hefur rutt sér til rúms síðustu ár og hönnun og þróun á slíkum rafstöðvum orðið meira áberandi.

Kostir vindrafstöðva og vindmylla eru fjölmargir, ekki síst þeir að kolefnisspor slíkra stöðva er mjög lágt. Sérfræðingar Verkís hafa mikla þekkingu og reynslu á sviði vindrafstöðva og setja metnað sinn í að fylgjast vel með þróun og framförum á þessu sviði til að geta ávallt boðið upp á nýjustu og hagkvæmustu lausnirnar með umhverfissjónarmið að leiðarljósi.

Vindrafstöðvar hafa rutt sér til rúm síðustu ár, enda enginn skortur á sterkum vindum hérlendis.

Verkefni

  • Fuglar og vindmyllur við Búrfell

Tengiliðir

Carine Chatenay
Byggingarverkfræðingur / Viðskiptastjóri
Svið: Orka og iðnaður
cc@verkis.is