Þjónusta

Vatnsafl

Verkís er leiðandi í hönnun og ráðgjöf vegna vatnsaflsvirkjana á Íslandi.

Fyrirtækið hefur verið ráðgefandi við flestar vatnsaflsvirkjanir hérlendis og fjölmargar virkjanir erlendis, meðal annars á Grænlandi, í Noregi, Georgíu og víðar.

Reynsla, þekking, gæði

Verkís veitir alhliða þjónustu við þróun nýrra virkjanakosta, allt frá hugmynd að gangsetningu og rekstri sem og ráðgjöf og þjónustu við eldri virkjanir.

Þjónusta fyrirtækisins snýr að öllum fagsviðum, vegna allra mannvirkja og alls búnaðar stórra og smárra vatnsaflsvirkjana. Þar er meðal annars um að ræða fyrirkomulag virkjana, stíflur, neðanjarðarmannvirki, vatnsvegi, stöðvarhús, vélbúnað, lokubúnað, rafbúnað, stjórn- og varnarbúnað.

Við stöndum framarlega í vatnsaflsvirkjunum á Íslandi og erum stolt af því. Við höfum viðað að okkur gríðarmikilli þekkingu síðustu áratugi og bætum sífellt við hana í takt við þróun og breytingar í faginu. Við vinnum í takt við tímana. Það tryggir hagkvæmni, farsæld og öryggi.

Verkís hefur verið í fararbroddi við hönnun og gerð flestra vatnsaflsvirkjana hérlendis og hefur reynslu af hönnun þeirra erlendis.

Þjónusta

 • Undirbúningsrannsóknir
 • Hagkvæmniathuganir
 • Mat á umhverfisáhrifum
 • Skipulagsmál
 • Hönnun vatnsaflsvirkjana
 • Rekstur
 • Prófanir og gangsetning
 • Verkefna- og hönnunarstjórnun

Verkefni

 • Kárahnjúkavirkjun
 • Stækkun Búrfellsvirkjunar
 • Blönduvirkjun
 • Sultartangavirkjun
 • Dariali, Georgíu
 • Sisimiut, Grænlandi
 • Bardu, Noregi

Tengiliðir

Þorvaldur P. Guðmundsson
Vélaverkfræðingur
Svið: Orka og iðnaður
tpg@verkis.is

Ægir Jóhannsson
Umhverfis- og byggingarverkfræðingur / Hópstjóri
Svið: Orka og iðnaður
aej@verkis.is