Allt á einum stað
Meðal innlendra verkefna má nefna tengivirki á Sauðárkróki, Hvolsvelli, Búðarhálsi og í Fljótsdal.
Ennfremur hefur Verkís hannað fjölda háspennustrengja, bæði jarðstrengi og sæstrengi, en sérfræðingar okkar eru í fararbroddi meðal íslenskra verkfræðistofa við hönnun og skipulagningu sæstrengslagna. Meðal verkefna á þessu sviði má til að mynda telja upp Hellisheiðarvirkjun og Kárahnjúkavirkjun.
Þjónusta Verkís nær til allra fagsviða og verkþátta, það er frá jarðvinnu að lokafrágangi og gangsetningu. Fyrirtækið aðstoðar einnig við rekstrar- og viðhaldsverkefni, breytingar, viðbætur og þess háttar.
Við erum stolt af þeim verkefnum sem Verkís hefur verið treyst fyrir í gegnum tíðina og leggjum mikið kapp í að bæta ávallt við okkur þekkingu og kunnáttu á sviði raforkuflutnings.
Sérfræðingar okkar veita þjónustu sem nær til allra fagsviða og verkþátta í raforkuflutningi, allt frá jarðvinnu til gangsetningar.