Iðnaður
  • Fjarðarál

Iðnaður

Iðnaðarsvið Verkís sérhæfir sig í alhliða verkfræðiþjónustu við uppbyggingu framleiðslufyrirtækja auk þess að sinna rekstrartengdri tækniráðgjöf hjá iðnfyrirtækjum.

Við höfum mikla þekkingu á fjárfestingarverkefnum, allt frá því að hugmyndir eru fyrst settar fram til þess að ný framleiðslueining hefur tekið til starfa.  Við tökum að okkur að stýra verkefnum í heild sinni, við vinnum áætlanir, við hönnum tæknilausnir, við önnumst útboð, innkaup og samningagerð auk þess sem við stýrum framkvæmdum á byggingastað og tökum út bæði efni og búnað frá verktökum og birgjum.  Til allra þessara hlutverka bjóðum við hóp af fólki með sérþekkingu á hverju sviði fyrir sig.  Með því að velja Verkís öðlast verkkaupi aðgang að allri þessari þjónustu á einum stað í samræmi við hvað hentar hverju verkefni.

Auk hefðbundinnar verkfræðihönnunar býður fyrirtækið sérfræðinga á sviði framleiðslubúnaðar í fjölmörgum iðngreinum, sérfræðinga í forritun sjálfvirkra stýri- og eftirlitskerfa.

 

Tengiliður:
Kristján G. Sveinsson
Sviðsstjóri iðnaðarsviðs / Byggingarverkfræðingur
kgs@verkis.is