Iðnaður

Iðnaður

  • Fjarðarál

Í samvinnu við verkkaupa nálgast Verkís verkefnastjórnun út frá eðli og þörfum hvers verkefnis fyrir sig.

Almennt talað má skipta öllum verkefnum í tvo flokka eftir því hvort um er að ræða undirbúning eða rekstur verkefnis.

Þó að þjónustuþættirnir ákvarðist mikið af þessari frumskiptingu og eðli viðkomandi verkefnis eru ákveðnir þættir til staðar í flestum verkefnum. Þar má nefna þarfagreiningu, skipulagningu, áætlanagerð og eftirlit með framvindu og kostnaði.

Verkís hefur fjölhæfa sérfræðinga á sínum snærum fyrir flestar tegundir verkefna, þar með talið hönnunarstjórnun, byggingastjórnun og framkvæmdaeftirlit, fasteignastjórnun og matsstörf hverskonar. Við leggjum áherslu á að verkefnisstjórar búi yfir viðeigandi reynslu og um leið sveigjanleika til að geta sinnt þörfum hvers verkefnis sem best.

Við vitum að góð verkefnastjórn er forsenda góðrar útkomu. Verkefnastjórnun fyrirtækisins er unnin í samræmi við vottaða verkferla sem tryggja rekjanleika samskipta og ákvarðana. Mat á árangri byggist síðan á samanburði á niðurstöðu verkefnisins við fyrirfram skilgreind viðmið.

Kristján G. Sveinsson

  • Kristján G. Sveinsson
  • Byggingarverkfræðingur 
  • Svið: Orka og iðnaður
  • kgs@verkis.is

Susanne Freuler

  • Susanne Freuler
  • Matvælaverkfræðingur / Vörustjórnun B.Sc. / Viðskiptastjóri

  • Svið: Samgöngur og umhverfi
  • suf@verkis.is