Samgöngur
Verkís býður fjölbreytta þjónustu fyrir byggjendur hverskonar mannvirkja á sviði samgangna.
Við undirbúning samgönguframkvæmda er mikilvægt að fyrir liggi áætlanir og frumdrög sem lýsa fyrirhugaðri framkvæmd. Frekari undirbúningur felst m.a. í samræmingu við skipulagsáætlanir, mat á áhrifum framkvæmda og áætlana á hljóðvist og fleiri umhverfisþætti. Ennfremur mati og samanburði á arðsemi, áhrifum og öryggi mismunandi valkosta. Þetta á jafnt við verkefni á sviði vega, gatna, stíga, hafna og flugvalla.
Verkís leggur ávallt áherslu á að veita viðskiptavinum góða og alhliða ráðgjöf á sem flestum sviðum samgangna og skipulags. Um er að ræða ráðgjöf er varða gangandi og hjólandi vegfarendur, vélknúin ökutæki og önnur þau farartæki sem fara um sjó, loft eða land.
- Haukur Þór Haraldsson
- Líffræðingur / Viðskiptastjóri
- Svið: Samgöngur og umhverfi
- htoh@verkis.is
- Egill Viðarsson
- Byggingarverkfræðingur / Sviðsstjóri
- Svið: Samgöngur og umhverfi
- egv@verkis.is