umhverfismál
Umhverfismál snerta á flestum fagsviðum fyrirtækisins. Í samfélagi okkar eru umhverfismál og verndun náttúrunnar sífellt mikilvægari og stærri þáttur framkvæmda og skipulags byggðar. Vaxandi álag á náttúru og umhverfi vegna athafna mannsins knýr á um að aukið tillit sé tekið til umhverfismála við gerð skipulagsáætlana, hönnun mannvirkja og rekstur fyrirtækja.
Við undirbúning framkvæmda, gerð skipulagsáætlana og í rekstri fyrirtækja þarf að meta álag á náttúru og umhverfi og með hvaða hætti bregðast eigi við til að draga úr neikvæðum áhrifum. Tryggja þarf að neikvæðum áhrifum af rekstri fyrirtækja á umhverfi og náttúru sé haldið í lágmarki. Umhverfisvernd og umhverfismál koma að flestu sem við tökum okkur fyrir hendur í hinu daglegu lífi, hvort sem það snýr að framkvæmdum eða okkar persónulegu athöfnum. Verkefni fyrirtækisins er að varpa ljósi á álag athafna á umhverfi og samfélag og veita ráðgjöf um hvernig draga má úr álagi.
- Hugrún Gunnarsdóttir
- Fiskfræðingur M.Sc. / Viðskiptastjóri
- Svið: Samgöngur og umhverfi
- hug@verkis.is
- Elín Vignisdóttir
- Landfræðingur M.Sc.
- Svið: Samgöngur og umhverfi
- ev@verkis.is
Þjónusta
|
Verkefni |